Leikföng sem þroska og þjálfa

naerverusalar115leikfkr_944011.jpgHandan við hornið eru jólin og margir nú í óða önn að kaupa jólagjafirnar. Í pakka barnanna leynast oft leikföng. En leikföng eru ekki bara leikföng.

Gríðarlegt úrval er til af allskonar leikföngum. Það er ekki bara dúkka og bíll heldur ótal annað dót sem kallar á mismunandi viðbrögð barnsins bæði á sviði vitsmunar og hreyfifærni.

Við sem erum þessa dagana að velja í pakkana handa börnum og barnabörnum viljum auðvitað gefa spennandi leikföng, helst leikföng sem kalla á áhrif eins og vááá og í augum þeirra má sjá ljóma þegar litlar hendur teygja sig eftir leikfanginu.

En hversu lengi finnst barninu leikfangið spennandi?
Hvaða kosti hefur einmitt þetta leikfang?


Þetta eru e.t.v. spurningar sem mjög mörg okkar leiða ekkert sérstaklega hugann að.
Frekari spurningar gætu verið:

Leiðir þetta leikfang til jákvæðrar upplifunar hjá barninu?
Er þetta leikfang skammtímaafþreying eða mun það hafa einhvern líftíma?

Öll vitum við að örvun og þjálfun er nauðsynlegur þáttur í lífi hvers barns eigi það að ná fullum þroska og geta nýtt til fulls getu sína og færni.

Allir þeir sem að barninu standa bera ábyrgð á því að hjálpa því til þroska og þess vegna skiptir val á leikföngum miklu máli.

Fjölmörg leikföng hafa þann eiginleika, sé leikið með það, að örva fínhreyfingar og hugsun. Það  hefur þann eiginleika að kalla fram nýjar hugmyndir hjá barninu og hvetja til nýsköpunar. Sum leikföng eru þess eðlis að þau kalla á færni í að flokka og skipuleggja eftir stærð, litum, lögun og í að búa til mynstur. Þessir þættir eru ómetanlegur hluti af þroska sérhvers barns.

Hönnun leikfangsins og efnið sem það er búið til úr er ekki síður mikilvægt. Efnið þarf að vera barnvænt og laust við alla mengun. Hönnun þarf að vera þannig að leikfangið geti ekki undir neinum kringumstæðum verið barninu skaðlegt.

Margir spyrja sig einnig hvar leikfangið er framleitt, frá hvernig verksmiðju það kemur og hverju unnu við framleiðslu þess?

Ástæðan fyrir þessari spurningu er sú að við vitum að sumstaðar í heiminum viðgengst barnaþrælkun. Börnum er þrælað út í vinnu meðal annars við að framleiða leikföng.

Í Í nærveru sálar á ÍNN, mánudaginn 21. desember kl. 21.30 verður fjallað um þessi atriði og fjölmörg fleiri þessu tengt. Við skoðum ýmis leikföng sem talin eru heppileg fyrir börn og fjölyrðum m.a. um hvað það þýðir þegar talað er um opið eða lokað leikefni.  

Gestir þáttarins eru þær Sigríður Þormar, hjúkrunarfræðingur og verslunareigandi og Valgerður Anna Þórisdóttir, leikskólastjóri Foldakoti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband