Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Meðgöngustaðgengill?

Umræðan um hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun á Íslandi hefur verið áberandi að undanförnu bæði á Alþingi og í  tengslum við mál Jóels  litla sem eflaust er flestum enn í fersku minni.

Hugtakið „staðgöngumæðrun“ er þó e.t.v. ekki heppilegasta hugtakið yfir þennan gjörning. Frekar ætti kannski að tala um meðgöngustaðgengil, þar sem um er að ræða meðgöngusamning við konu um að hún gangi með barn fyrir annað foreldri/foreldra.  Sú kona sem gengur með barnið er ekki og  verður ekki móðir barnsins eftir fæðingu þess. Hún bíður líkama sinn til að ganga með barn fyrir aðra konu sem ekki á þess kost af einhverjum orsökum. Samkomulagið felur í sér tímabundið verkefni sem lýkur við fæðingu barnsins. Þess er hvorki vænst né er það, eðli málsins samkvæmt, æskilegt að meðgöngustaðgengill myndi nokkur tilfinningatengsl við barnið hvorki á meðgöngu né við fæðingu. Hugtakið staðgöngumæðrun og þá sérstaklega orðið mæðrun á því ekki við.

Með því að benda á þetta skal athugað að ekki er verið að lýsa afstöðu til meðgöngusamninga í þessum tiltekna pistli. Hér er aðeins verið að velta vöngum yfir hvort það íslenska hugtak sem valið hefur verið til að nota í þessu sambandi sé heppilegt ef tekið er mið af eðli þess sem um ræðir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband