Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Fræðslumyndbönd fyrir börn um hegðun, framkomu, stríðni og einelti

 videomynd_b.jpgVerið er að leggja lokahönd á 3 myndbönd, fyrir yngsta stig grunnskóla, miðstig og það þriðja er fyrir unglingastigið. Myndböndin voru tekin upp 9. nóvember 2013 í Grunnskóla Grindavíkur með góðfúslegu leyfi skólastjóra. Fjöldi barna á hverjum fyrirlestri er milli 200 og 300.  Myndböndin verða sett á You Tube og verða linkar aðgengilegir á kolbrunbaldurs.is

Rætt er um í fyrirlestrunum hvað einkennir góða framkomu og hegðun og þá kröfu að allir eigi að vanda sig í framkomu við aðra hvernig svo sem þeim kunni að líka við eða finnast um aðra.

Farið er í helstu birtingamyndir eineltis þar á meðal rafrænt einelti og hvernig „djók“ getur t.d. stundum umbreyst í einelti.

Talað er um þolendur og gerendur eineltis og helstu einkenni og aðstæður þeirra. Einnig af hverju sumir krakkar vilja stríða og meiða aðra krakka. 

Rætt er um mikilvægi þess að láta ekki mana sig í að taka þátt og ekki vera þögult vitni heldur láta einhvern fullorðinn vita strax og vart verður við einelti.

Lögð er áhersla á við krakkana að maður þarf ekki að stríða til að vera flottur.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og upptökumaður Garðar Garðarsson.

ekkimeir_kapa-2_1228684.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband