Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Umræðan um einelti í fjölmiðlum í dag

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um einelti í fjölmiðlum dag, fyrst Margrét Pála og svo nú í kvöldfréttum Þorlákur með Olweusaráætlunina.

Ég fagna þessari umræðu eins og allri sem lýtur að einelti.

Fyrirbyggjandi aðgerðir skipta öllu og þá að ekki sé einungis gripið til þeirra þegar upp kemur erfitt eineltismál. Mikið frekar að umræða/fræðsla um góða samskiptahætti og gagnkvæma virðingu sé hluti af menningu og lífstíl staðarins, fléttað og  samtvinnað inn í starfsemina. ekki_meir_teikn-7.jpg


Takist það er vel hægt að treysta börnunum til að vera saman án þess að stöðugt sé fylgst með þeim frá einni mínútu til annarrar.

Ekkert eitt leysir annað af hólmi. Allt þarf að vera virkt í þessum málum: Uppbygging og viðhald á jákvæðri staðarmenningu; fyrirbyggjandi aðgerðir og svo auðvitað markviss og fagleg vinnubrögð, ef kvörtun berst um einelti.
(sjá nánar á kolbrunbaldurs.is)

11_text.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband