Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

DAGUR BARNSINS ER Í DAG 25. maí

Síðasta sunnudag í maímánuði ár hvert er Dagur barnsins - opinber íslenskur dagur sem komið var á árið 2007 til heiðurs börnum.

Í tilefni dagsins frumsýndu nemendur í 10. bekk í Austurbæjarskóla glænýtt tónlistarmyndband um fátækt.

Lagið var verkefni sem nemendur unnu með Barnaheill- Save the children á Íslandi.

Ég hvet alla til að hlusta á þetta frábæra myndband.

Ekki öll börn sitja við sama borð þegar kemur að lífsins gæðum, möguleikum og tækifærum í lífinu.
Þessu þurfum við að breyta.


mbl.is Kynntu mannréttindamyndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband