Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Fiskistofa flytur til Akureyrar. Ömurleg ákvörðun

Ömurleg aðgerð. Starfsmönnum boðin áfallahjálp segir allt sem segja þarf um hversu alvarleg og íþyngjandi þessi ákvörðun er fyrir starfsmenn Fiskistofu og fjölskyldur þeirra.

Ætlast forsætisráðherra til að þeir rífi sig upp með rótum og flytji norður eins og ekkert sé.
Hvað eru börnin mörg sem þessi ákvörðun nær til og hefur áhrif á?

Nú þarf forsætisráðherra að kanna hvort hann geti ekki sett sig í spor annarra, prófa að ímynda sér að hann væri einn af þessum starfsmönnum sem ætti börn í skóla hér og maka með vinnu. Með einni svona ákvörðun, sem er til þess eins að afla atkvæða, er lífi fjölmargra snúið á haus.

sigmundur_david_8.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband