Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Hlustum á börnin!

Ég vildi að ég væri ósýnilegAð hlusta á börnin, með virkri hlustun.

Ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna í Borgarbókasafninu Gerðubergs er opin til áramóta.
Sýningin er gjöf Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara til barna á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
 
Inntak sýningarinnar byggir á sönnum reynslusögum barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða hafa búið við fátækt. Myndirnar sýna ímyndaðar óskir þessara sömu barna.

Ég vildi óska að ég væri harður gaur
Hlutverk okkar fullorðinna er að hlusta á hvað börnin eru raunverulega að segja okkur, hlusta á reynslusögur þeirra, hverjar eru þeirra þrár, væntingar, þarfir og óskir.
 
Á sýningunni fá börnin tækifæri til að festa sínar óskir á ó
Ég vildi óska að ég gæti flogið burtskatré eða setja miða með óskum sínum í óskakassa.
 
Dásamleg sýning sem hefur ekki síst það mikilvæga hlutverk að hjálpa okkur fullorðna fólkinu að hlusta enn betur á börnin og setja okkur í spor þeirra.
 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband