Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017

Ofbeldi gegn börnum er málaflokkur sem aldrei má sofna í samfélagsumræðunni

Ofbeldi gagnvart börnum af hvers lags tagi er málaflokkur sem aldrei má sofna í samfélagsumræðunni. 
Fræðsluerindið MINN LÍKAMI, MÍN SÁL er ætlað foreldrum, skólum og íþróttafélögum.
Farið er m.a. í eftirfarandi efnisatriði:

Helstu birtingamyndir kynferðisofbeldis
Hvaða börn eru helst í áhættuhópi?
Hvar getur misnotkun m.a. átt sér stað?
Þegar gerandi er nákominn
Forvarnir, fræðsla og fyrirbyggjandi aðgerðir
Samvinna skóla/grasrótasamtaka og heimila
Viðbrögð fullorðinna þegar barn segir frá
Vísbendingar um misnotkun

Á kolbrunbaldurs.is má nálgast nánari upplýsingar um þjónustu Sálfræðistofunnar þar á meðal fræðslu í boði. 
Einnig er þar að finna eftirfarandi fræðslu- og viðtalsþætti um ofbeldismál þar á meðal kynferðisofbeldi gagnvart börnum:

SASA
SASA er félagsskapur karla og kvenna sem hafa sameiginlega reynslu af því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni.

Minn líkami, mín sál
Farið er yfir helstu atriði er varða varnir gegn kynferðisofbeldi gegn börnum.

Ofbeldi á meðgöngu
Viðtal við Hallfríði Kristínu Jónsdóttur.

Ýmsar hliðar heimilisofbeldis
Rætt við Sigþrúði Guðmundsdóttur, framkvæmdarstýru Kvennaathvarfsins.

Karlar til ábyrgðar
Viðtal við sálfræðingana Andrés Ragnarsson og Einar Gylfa Jónsson um meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi á heimili sínu.

Kynferðisleg áreitni á vinnustað
Viðtal við Brynhildi Flovez, lögfræðing.

sjá þætti hér


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband