Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2017

Barnaníðingar kasta gjarnan út netum sínum á Netinu

Ég vil leggja áherslu á það sem kom fram í viðtali við Berg Þór í Kastljósinu í gær er varðar aðdraganda að kynnum barnaníðinga við fórnalömb sín á Netinu, hversu langur og lúmskur aðdragandinn getur verið. 
Hér koma glefsur úr fræðsluerindinu
MINN LÍKAMI, MÍN SÁL

Barnaníðingar kasta gjarnan út netum sínum á Netinu. 
Þar fara oft fram fyrstu kynni

Níðingurinn segist oft vera annar en hann er. Hann byggir upp trúnað, traust og vináttu barnsins jafnvel í langan tíma t.d. með því að:
Segjast vera vinur, skilja vel hugsunar og líðan barnsins, sýnir því umhyggju, segist hafa oft liðið eins og að hann vilji hjálpa því
Reynir að grafa undan trausti þess gagnvart fjölskyldu
Lofar gjöfum, peningum eða annarri skemmtun

Þegar trúnaður hefur myndast þá tekur hann næsta skref og vill fá barnið til að ganga lengra t.d.:
Taka af sér (alls kyns) myndir og senda sér
Fá barn/ungling til að fækka fötum, afklæðast fyrir framan vefmyndavél og vera þannig þátttakandi eða áhorfandi kynferðislegra tilburða og/eða hlusta með sér á klámfengið tal

Fá barn/ungling til að hitta sig

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband