Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019

Biðlisti hér og biðlisti þar

Það eru biðlistar í alla þjónustu í Reykjavík. Það er biðlisti í leikskóla, frístundaheimili stundum langt fram eftir hausti. Í hin ýmsu námskeið á vegum borgarinnar eru biðlistar allt árið. Það bíða tæp 900 börn eftir skólaþjónustu fagfólks, s.s. eftir viðtölum til sálfræðinga og í greiningar, einnig til talmeinafræðinga. Það eru biðlistar í sérkennslu, í sérkennsluúrræði og eftir að komast í sérdeildir. Það bíða börn eftir stuðningsfjölskyldum, eftir stuðningi, persónulegum ráðgjafa og liðveislu. Það er langur biðlisti eftir heimaþjónustu, félagslegri heimaþjónustu, heimaaðhlynningu og heimahjú. Það er biðlisti eftir varanlegri vistun og sértæku úrræði fyrir fatlað fólk.
Borgarstjóri minnist ekki einu orði á þessa biðlista í ræðu sinni í borgarstjórn.
 
Nánar:
Eftir húsnæði fyrir fatlað fólk bíða nú 168 og hefur fækkað á listanum um aðeins 10 frá síðasta ári. 20 manns bíða eftir húsnæði með stuðningi. Eftir varanlegri vistun bíða 158 einstaklingar.
Skoðum aðrar helstu biðlistatölur:
Eftir þjónustuíbúð aldraða bíða 136
 
Rúmlega 100 manns bíða eftir félagslegri heimaþjónustu
Eftir liðveislu bíða 196 og 40 eftir frekari liðveislu
Eftir tilsjón bíða 34
Eftir stuðningsfjölskyldu bíða 59

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband