Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023

Vil bíða með endurgerð Grófarhúss og Lækjartorgs

Á fundi borgarráðs lagði ég fram þessa bókun:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að bíða með allar kostnaðarsamar aðgerðir og framkvæmdir sem tengjast Grófarhúsi enda er það verkefni ekki er brýnt og ætti ekki að vera í neinni forgangsröðun. Hér er lag að spara og hagræða og veita fjármagni frekar til að þjónusta börnin sem bíða eftir aðstoð og hjálp til viðkvæmra hópa. Á biðlista eftir fagfólki skóla eru nú 2.511 börn og hefur þeim fjölgað um tugi síðastliðnar vikur. Síðar meir þegar betur árar hjá Reykjavíkurborg má skoða þetta verkefni. Miður er að Borgarskjalasafni verði hent út úr þessu húsi í stað þess að leyfa því að vera og leyfa því að lifa. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband