Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2023

Hver verđur biđlistastađa borgarinnar í haust ţegar kemur ađ ţjónustu viđ börn

Á fundi borgarráđs 27. júlí lagđi Flokkur fólksins inn 5 fyrirspurnir:

Fyrirspurn um fjölgun úrrćđa sambćrileg Klettaskóla?

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvort skóla- og frístundasviđ sé ađ vinna í ađ útvega fleiri úrrćđi sem eru sambćrileg ţeim sem Klettaskóli býđur?
Brúarskóli og Klettaskóli eru sprungnir og er biđlisti í báđa. Hópur barna sem vegna sérstöđu sinnar myndu njóta verulega góđs af ađ sćkja nám í ţessum skólum eru látin stunda nám í almennum bekkjardeildum ţar sem ţau upplifa oft vanmátt og vanlíđan enda eru ţau ekki ađ stunda nám međ jafningjum. Fulltrúi Flokks fólksins óskar ţví eftir upplýsingum um hver stađan sé á nćsta skólaári. Heimaskólar hafa ekki mörg úrrćđi á sinni könnu til ađ mćta ţörfum barna međ sérţarfir og hafa ţví takmarkađa burđi til ađ ţjónusta ţau. Hér er átt viđ tćkifćri til ađ stunda nám í smćrri, fámennari hópum ţar sem börnin fá ţjónustu viđ hćfi. Foreldrar barna međ frávik eđa fötlun af einhverju tagi sem ekki njóta sín í almennum bekk hafa ítrekađ sagt ađ „skóli án ađgreiningar standi ekki undir nafni. Mćta á ţörfum allra barna í skólakerfinu en ekki ađeins sumra.

Vísađ til međferđar skóla- og frístundaráđs.



Fyrirspurn um fjölda biđlistaplássa í leikskólum borgarinnar

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hver stađan sé á biđlista eftir leikskólaplássi i Reykjavík?
Eins og löngum er ţekkt er sár skortur á leikskólaplássum en í vor biđu 911 börn á biđlista samkvćmt talningu, á sama tíma á síđasta ári biđu 800 börn. Núna er međalaldur barna á biđlista 23 mánuđir, eftir plássi í borgarreknu skólana en var lengi 20 mánuđir.

Vísađ til međferđar skóla- og frístundaráđs.

 


Fyrirspurn um heimgreiđslur

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvort fyrirhugađ sé ađ bjóđa upp á heimgreiđslur eđa styrki til foreldra sem nýtt geta sér slíkt úrrćđi?Flokkur fólksins hefur ítrekađ lagt til ađ í bođi verđi heimgreiđslur til foreldra fyrir ţá sem ţađ geta og vilja nýta sér. Úrrćđiđ yrđi sem liđur í ađ létta á og stytta biđlista. Nokkur sveitarfélög hafa tekiđ upp ţennan valkost og hefur hann falliđ vel í kramiđ hjá foreldrum. 

 


Fyrirspurn um fjölda dagforeldra

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um fjölda dagforeldra sem hefja munu störf eftir sumarfrí og hver er aukning/fćkkun frá í fyrra?
Fulltrúi Flokks fólksins nefndi fyrir um ţremur árum ađ meirihluti borgarstjórnar vćri ađ ganga ađ dagforeldrakerfinu dauđu. Ţá hélt meirihlutinn ađ dagar dagforeldra vćru liđnir og ađ Brúum biliđ vćri handan viđ horniđ. Sú varđ ekki raunin. Dagforeldrum hefur fćkkađ úr 204 niđur í 86 á tćpum áratug. Áriđ 2014 voru 700 börn hjá dagforeldrum en ţau voru 371 í fyrra. Hvernig verđur stađan haustiđ 2023? 

Vísađ til međferđar skóla- og frístundaráđs.



Fyrirspurn um hvort fjölga eigi sálfrćđingum skóla?

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort eigi ađ fjölga stöđugildum sálfrćđinga og talmeinafrćđinga á komandi hausti og hvađ áćtlanir liggja fyrir um hvernig taka skuli á ţessum sí stćkkandi biđlista?
Nú bíđa 2515 börn eftir fagfólki skólaţjónustu, langflest eftir sálfrćđingi.  Ef fram heldur sem horfir munu sífellt fleiri foreldrar grípa til ţess ráđs ađ tilkynna sig og barn sitt til Barnaverndar. Međ ţví ađ tilkynna mál til Barnaverndar geta tilkynnendur veriđ öruggir um ađ mál ţeirra fái skođun. Samkvćmt lögum ber Barnavernd ađ skođa máliđ innan ákveđins tímafrests og athuga hvort ástćđa sé til ţess ađ ţađ fari í svokallađa könnun. Ţetta er vissulega fýsilegri kostur en ađ bíđa endalaust eftir ađ barniđ komist til fagfólks skólaţjónustu. 

Vísađ til međferđar velferđarráđs.


Ung börn eiga ekki erindi upp ađ eldstöđvunum

Ég bókađi ţetta undir liđnum umrćđa um "Eldgos á Reykjanesskaga" í borgarráđi í morgun.

"Í borgarráđi var umrćđa um eldgosiđ á Reykjanesskaga sem er ţađ ţriđja á jafnmörgum árum á svćđinu. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af ýmsu í sambandi viđ ţetta gos en mest ţó af ţví ađ einstaka foreldrar eru ađ fara međ ung börn sín ađ gosinu, jafnvel ungabörn. Ferđin er tyrfin og oft er mengun mikil, og jafnvel viđ hćttumörk sem gćti skađađ öndunarfćri barna sem enn eru ađ ţroskast. Vissulega er ţađ ţannig ađ borgarráđ hefur ekkert um ţessi mál ađ segja heldur er ţetta í höndum lögreglustjóra Suđurnesja. Fulltrúi Flokks fólksins vill engu ađ síđur tjá sig um ţessar áhyggjur í bókun. Einnig er ţađ afar leiđinlegt ađ lesa um neikvćđa framkomu sumra gagnvart sjálfbođaliđum og öđrum sem standa vaktina á svćđinu ţótt langflestir séu til fyrirmyndar og sýni skilning, alúđ og kurteisi. Flokkur fólksins vill nota tćkifćriđ og ţakka öllum ţeim sjálfbođaliđum sem bjóđa fram krafta sína viđ ţessar ađstćđur"

eldgos


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband