Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2024

Bráðavandann í umferðinni verður að leysa

Bráðavandann í umferðinni verður að leysa. Í morgun var ástandið sérlega slæmt enda skólarnir að byrja. Hægt væri að laga mikið ef ráðist væri í að nútímavæða umferðarljósastýringar. Miklubraut og Kringlumýrarbraut eru þær götur sem eru með mesta umferðarflæði í Reykjavík og í morgun var þar bara allt fast. Ljósin voru stillt þannig að græna ljósið logaði í 15 sekúndur og rauða í 50 sekúndur á leið vestur í bæ. Þetta ætti að vera búið að leysa.  Snjallljósastýringarkerfi sem les umferðina og bregst við samkvæmt aðstæðum má finna í öllum borgum í Evrópu. Með snjallljósstýrikerfi er umferðarflæði meira og eyðsla, mengun og skemmdir á malbiki minni. Ef tafir eru miklar eru bílar sífellt að hægja á sér, nema staðar og taka af stað með tilheyrandi mengun. Það klukkuprógramm sem er við lýði með fjórum stillingum er ekki snjallkerfi. Tafir eru miklar og afkastageta á umferðargötum borgarinnar er í mesta lagi 50%. Ef snjallljósastýringar væru við lýði myndu ljósin nema þörfina og flæði umferðar yrði í samræmi við umferðarþunga og aðstæður.

 


Verða bara að hringja á leigubíl

Sú eina lausn sem stendur íbúum í Gufunesþorpi núna er í formi pöntunarþjónustu. Skal farþegi láta vita með minnst hálf tíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför og stilla sér upp við merkta  biðstöð hjá Gufunesþorpi og bíða þar eftir leigubíl sem  kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó.
Meirihlutinn samþykkti að hækka fjárheimildir til strætósamgangna um 14,6 milljónir króna  til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi á fundi sínum þann 7. desember 2022 og er þetta útkoman. Flokki fólksins finnast það varla geta verið að þetta fyrirkomulag sé hugsað til  framtíðar. Hér kann að vera um millibilsástand að ræða sem er reyndar orðið alltof langt. Varla munu íbúar sætta sig við þetta mikið lengur. Lítið sem ekkert hefur verið gert í þessu máli þrátt fyrir að tæp tvö ár séu liðin frá því að borgin gaf vilyrði fyrir lóðum undir Gufuneshverfið.

 

Flokkur fólksins lagði til í síðustu viku að komið verði upp fleiri bílastæðum í Þorpinu í Gufunesi. Það stóð til að fólk gæti lifað bíllausum lífsstíl í Þorpinu en það er með öllu útilokað vegna fjarlægðar frá þjónustu og engar almenningssamgöngur eru á staðnum þrátt fyrir tillögur þar um.  Flestir hafa nú þegar neyðst til að kaupa sér bíl en í Þorpinu er skortur á bílastæðum og neyðast bíleigendur til að leggja bíl sínum á svæði sem ekki eru merkt sem bílastæði.

Íbúar keyptu sér eignir þarna í góðri trú um að almenningssamgöngur býðst þeim eins og flestum öðrum Reykvíkingum en svo er ekki. Nýlegar fréttir bárust af því að verið væri að sekta fólk fyrir ólöglega lagningu bíla í Þorpinu. Það er eðli málsins samkvæmt afar ósanngjarn þar sem mikill skortur er á bilastæðum og almenningssamgöngur engar. Byggingarframkvæmdir eru auk þess í gangi á staðnum. Finna þarf svæði í Þorpinu þar sem hægt er að koma fyrir nægum bílastæðum svo fólk þurfi ekki að leggja ólöglega. Ekki er hægt að búa í Þorpinu án þess að eiga bíl eins og sakir standa vegna skorts á almenningssamgöngum auk þess sem talsverð fjarlægð er í alla almenningsþjónustu.


Eiga að lifa bíllausum lífsstíl þar sem engar eru almenningssamgöngurnar

Ég sárvorkenni fólkinu sem býr í Gufunesþorpinu. Það hélt það gæti lifað þar bíllausum lífsstíl en annað kom heldur betur á daginn

Ég lagði fram þessa tillögu á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs:

Tillaga Flokks fólksins um að Strætó bs. skipuleggi strætóferðir inn í Þorpið

Flokkur fólksins leggur til að strætó aki inn í Þorpið í Gufunesi, að Þorpið verði einfaldlega hluti af almenningssamgangnakerfinu. Engar almenningssamgöngur eru í vistþorpinu utan þess að hægt er að hringja á leigubíl.

Greinargerð

Fólk sem fjárfesti í íbúð í Þorpinu var lofað að hægt væri að lifa þar bíllausum lífsstíl en hefur orðið að kaupa sér bíl þar sem engar almenningssamgöngur standa þessu fólki til boða. Bílastæði eru fá sem bæta þarf úr hið snarasta. Fólk hefur neyðst til að leggja ólöglega og nú er bílastæðasjóður farin að sekta bíleigendur sem hvergi geta lagt bílnum sínum. Það er ámælisvert að meirihlutinn geti ekki tryggt aðgang að almenningssamgöngum í íbúðahverfi í Gufunesi sem hefur verið kynnt sem vistþorp. Án almenningssamgangna kemst fólk ekki spönn frá rassi enda langt í almenningsþjónustu. Í grein sem íbúi skrifaði í des. 2021 á visi.is segir:
"Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur,"
Einnig eru alvarlegar athugasemdir gerðar við að skortur sé á göngustígum sem liggja að hverfinu. Almenningssamgöngur í Gufunesið snúast ekki bara um íbúana sjálfa heldur einnig fjölskyldur og vini þeirra sem vilja koma í heimsókn.

 

 

Tillaga um að fjölga bílastæðum í Þorpinu Gufunesi.

Flokkur fólksins leggur til að komin verði upp fleiri bílastæðum í Þorpinu í Gufunesi. Það stóð til að fólk lifði bíllausum lífsstíl í Þorpinu en það  er með öllu útilokað vegna fjarlægðar frá þjónustu og engar  almenningssamgöngur eru á staðnum þrátt fyrir tillögur þar um.  Flestir hafa nú þegar neyðst til að kaupa sér bíl  en í Þorpinu er skortur á bílastæðum og neyðast bíleigendur til að leggja bíl sínum á svæði sem ekki eru merkt sem bílastæði.

Greinargerð

Nýlegar fréttir bárust af því að verið væri að sekta fólk fyrir ólöglega lagningu bíla í Þorpinu. Það er eðli málsins samkvæmt afar ósanngjarn þar sem mikill skortur er á bilastæðum og almenningssamgöngur engar. Byggingarframkvæmdir eru auk þess í gangi á staðnum. Finna þarf svæði í Þorpinu þar sem hægt er að koma fyrir nægum bílastæðum svo fólk þurfi ekki að leggja ólöglega. Ekki er hægt að búa í Þorpinu án þess að eiga bíl eins og sakir standa vegna skorts á almenningssamgöngum auk þess sem talsverð fjarlægð er í alla almenningsþjónustu. Sú eina lausn sem stendur fólki til boða núna er í formi pöntunarþjónustu. Skal farþegi láta vita með minnst hálf tíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför og stilla sér upp við merkta  biðstöð hjá Gufunesþorpi og bíða þar eftir leigubíl sem  kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó.
Meirihlutinn samþykkti að hækka fjárheimildir til strætósamgangna um 14,6 milljónir króna  til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi á fundi sínum þann 7. desember 2022 og er þetta útkoman. Fulltrúa Flokks fólksins finnast það varla geta verið að þetta fyrirkomulag sé hugsað til  framtíðar. Hér kann að vera um millibilsástand að ræða sem er reyndar orðið alltof langt. Varla munu íbúar sætta sig við þetta mikið lengur. Lítið sem ekkert hefur verið gert í þessu máli þrátt fyrir að tæp tvö ár séu liðin frá því að borgin gaf vilyrði fyrir lóðum undir Gufuneshverfið.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband