Kaupa greiningu og losna við biðlista

„Börn eru að fá frábæra heilbrigðisþjónustu er varða líkamleg veikindi hér á landi, en þegar kemur að andlega þættinum, sálinni, vanlíðan, þá erum við bara með allt niðrum okkur finnst mér,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. Rætt var við hana í Samfélaginu um greiningarferli barna sem glíma við frávik í þroska og hegðun. Kolbrún segir biðlista eftir þroskagreiningu langa og úrlausnir tímafrekar, efnameiri foreldrar bregði margir á það ráð að borga fyrir greiningu á einkareknum stofum.
 

Slík staða ýti undir ójöfnuð. Efnaminni foreldrar verði að taka lán eða bíða. Greining sé algert lykilatriði til að fá viðeigandi þjónustu og aðstoð. Kolbrún segir afar mikilvægt að greining barna gangi hratt fyrir sig því annars sé hætta á að vandamál stækki og hlaði utan á sig.

Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu hér


Foreldrar hvattir til að kaupa greiningar á stofu út í bæ fyrir börn sín vegna biðlista hjá sálfræðingum skóla

KB fréttir 4Vanlíðan barns sem tengist námi og námsgetu er merki um að eitthvað sé að. Það má ekki dragast lengi að greina vandann og veita viðeigandi úrræði ef barnið á ekki missa trú á sjálfu sér. Biðlisti í greiningu hjá Sálfræðiþjónustu skóla er langur. Foreldrum er bent á einkareknar stofur. Ekki allir foreldrar hafa ráð á að kaupa slíka þjónustu sem kostar aldrei minna en 100 þúsund

Sjá nánar


Bloggfærslur 13. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband