Spurning um ímynd borgarstjóra

Svar við fyrirspurninni er varðar sundurliðun á kostnaði vegna bílstjóra borgarstjóra sem er 11 mkr á ári liggur nú fyrir. Hér kemur bókun Flokks fólksins og tillaga í framhaldinu:
 
Nú liggur það fyrir að aksturshluti fyrir borgarstjóra er 36 % af 11 mkr. Þetta eru milljónir sem betur mætti nota í annað skynsamlegra að mati borgarfulltrúa Flokks fólksins. Það væri góður bragur að því að borgarstjóri legði það af með öllu að aka um með einkabílstjóra. Hann, eins og aðrir borgarbúar, getur farið sinna leiðar með öðrum hætti, með því að ganga, hjóla, aka um á sínum einkabíl eða taka strætó.
 
Tillaga Flokks fólksins
Lagt er til að borgarstjóri sýni gott fordæmi og hætti með öllu að ferðast um með einkabílstjóra. Hér er ef til vil ekki um að ræða háa upphæð heldur mikið frekar hvaða ímynd borgarstjóri vill gefa af sér. Það að borgarstjóri hafi einkabílstjóra fer einfaldlega fyrir brjóstið á mörgum og einhverjum þykir þetta án efa hégómlegt. Þess vegna er lagt til að borgarstjóri, eins og aðrir borgarbúar, noti aðrar leiðir. Hér skapast jafnframt tækifæri til að nota þessar milljónir sem um ræðir í aðra hluti t.d. í þágu þeirra sem berjast í bökkum eða til að lækka ýmis gjöld sem fjölskyldur sem búa undir fátæktarmörkum þurfa að greiða fyrir börn sín hvort heldur það eru skólamáltíðir eða gjald vegna viðburða hjá félagsmiðstöðvum svo eitthvað sé nefnt
 

Bloggfærslur 22. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband