Niðurstöður Zenter áfall fyrir borgaryfirvöld og Miðborgina okkar

Fyrir liggur tvíþætt viðhorfskönnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu fjármagnaði. Niðurstöður sýna mikla óánægju hjá rekstraraðilum og hjá borgarbúum sem búa ekki miðsvæðis. Fyrirtæki sem þjónusta mat, drykki og minjagripi ganga og ánægja er helst meðal yngra fólks og þeirra sem sækja skemmtanalífið. Það stefnir í einsleitan bæ bæði hvað varðar rekstur og mannlíf. Niðurstöður hljóta að vera áfall fyrir borgaryfirvöld og Miðborgina okkar sem greinilega væntu þess að sjá stuðning við stefnuna. Þvert á móti sýna niðurstöður að göngugötur eru að fæla fólk frá. Verði ekki horfið frá þessari stefnu er bærinn að missa af 4. hverjum viðskiptavini. Ekki eru allir undrandi því sterkar vísbendingar voru um að stór hluti fólks er hættur að sækja miðbæinn. Samráð hefur verið lítið sem ekkert. Sérstakt er að skoða kynjamismun í þessu sambandi en  25% karla og 21% kvenna myndu koma sjaldnar ef göngugötur væru varanlegar. Rekstraraðilar í miðbænum hafa ekki efni á því að missa svona stóran viðskiptavinahóp.

Hér er viðtal við Gunnar Gunnarsson hjá Laugavegssamtökunum

Flestir sem nýta sér þjónustu í bænum sækja bari og veitingastaði


Bloggfærslur 18. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband