Líf og heilsa nr. 1

Blaðamannafundur er nýafstaðinn en þar stóðum við meiri- og minnihlutinn í borgarstjórn saman sem ein heild. Ekkert annað er í boði núna. Í borgarráði i morgun voru fyrstu viðbrögð kynnt. Flokkur fólksins hefur lagt fram 5 tillögur um viðbrögð til að hjálpa þeim sem minnst mega sín, minnihlutahópum eins og heimilislausum sem nú eiga sérstaklega erfitt. En hér eru tvær bókanir Flokks fólksins framlagðar í borgarráði sem snúa beint að viðbrögðum og mögulegum aðgerðum:

Fyrstu aðgerðir til viðspyrnu vegna Covid-19

Líta þarf til fjölmargra hluta í því ástandi sem nú ríkir. Líf og heilsa koma þar fyrst. Leggjast þarf á eitt að öllum verði tryggð atvinna þegar lífið kemst aftur í eðlilegt horf. Huga þarf sérstaklega að minnihlutahópum, hvernig létta megi á þeim. Allar tillögur um að vakta og afla upplýsinga til að greina þörfina eru afar mikilvægar. Tillögur að fresta greiðslum, lækka og fella niður gjöld og frysta lán munu hjálpa mörgum en þær á eftir að útfæra frekar. Aldrei má gleyma að halda samskiptaleiðum opnum á meðan á öllu þessu stendur. Meðal tillagna sem Flokkur fólksins hefur lagt fram eru:
-Að komið verði á sérstakri símsvörun vegna þess að fólk nær ekki alltaf sambandi við þjónustumiðstöðvar
-Að skóla- og velferðaryfirvöld beini þeim tilmælum til skólasamfélagsins að huga sérstaklega að líðan barna sem eiga erfitt með að tjá hugsanir og líðan.
-Að Félagsbústaðir felli niður leigu í 2 til 3 mánuð. Fordæmi eru nú þegar fyrir slíku
-Að Félagsbústaðir hætti að senda leiguskuldir til innheimtu hjá lögfræðingum og frysti þær sem nú eru í innheimtuferli
-Að skóla- og frístundaráð innheimti ekki gjöld fyrir skóla- eða frístundavist, eða annað fyrir þá daga sem börn hafa ekki getað mætt.

Líta þarf í mörg horn

Borgarfulltrúi vill nefna að ekki er vitað hvernig mál munu þróast og hversu lengi veiruástandið varir. Til dæmis er ekki vitað hversu margir missa tekjur að stórum hluta. Finna þarf fjármagn til að mæta alls kyns óvæntum útgjöldum sem þetta ástand útheimtir. Borgarfulltrúi telur að geyma ætti einhver þeirra fjárfreku verkefna t.d. endurgerð opinna svæða, torga og fleira þess háttar. Halda þarf þó úti nægum verkefnum til að allir haldi vinnu en á sama tíma að vernda borgarsjóð. Horfa þarf í hverja krónu til að geta komið inn með aukna beina aðstoð við fólkið á hinum ólíku sviðum. Sparnaðar- og hagræðingarhugmyndir eiga eftir að koma inn sem sýna hvernig hægt er að mynda rými fyrir lækkanir, frestanir og niðurfellingar gjalda og annað það sem mun hjálpa fólki sem berst í bökkum. Það er vandasamt að finna þessa fínu línu sem er fjármagn vegna óvæntra útgjalda en á sama tíma að hafa næg atvinnutækifæri. Borgarfulltrúi vill ekki að nokkur verði án atvinnu. Flýta á lækkun fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði sem kostar 470 milljónir. Fjármögnun liggur ekki fyrir þ.e. hvort eigi að taka lán til að mæta þeirri aðgerð?

blaðam. 2


Félagsbústaðir hætti að senda skuldir í innheimtu hjá lögfræðingum

Nú senda Félagsbústaðir allar skuldir  í innheimtu hjá lögfræðingum. Ég hef lagt til að Félagsbústaðir falli frá þessu og gefi aftur fólki tækifæri til að semja um skuldir sína á skrifstofunni. Sú ákvörðun að beina öllum ógreiddum leigugjöldum til innheimtufyrirtækis var vond og sársaukafull fyrir marga.

Flokkur fólksins lagði fram tillögu 2019 í kjölfar þess að ákvörðunin var kynnt á fundi velferðarráðs að fallið yrði frá þessari ákvörðun hið snarasta. 
Vitað er að þegar skuld er komin í innheimtu hjá lögfræðingum þá leggjast innheimtugjöld ofan á skuldina.
Nú ríkir erfitt ástand hjá mörgum vegna Covid-19 og sýnt þykir að einhverjir munu missa vinnu sína eða mæta öðrum erfiðleikum sem veiruváin veldur fólki og samfélaginu. Mikilvægt er að fyrirtæki eins og Félagsbústaðir sýni sveigjanleika, lipurð og mannlegheit og umfram allt að taka mið af þessum erfiðu aðstæðum sem nú ríkja.

Áður hef ég gagnrýnt lögfræðikostnað fyrirtækisins. 
Lögfræðikostnaður Félagsbústaða á fimm ára tímabili vegna innheimtuaðgerða og útburðarmála nam alls 111, 626,386 milljónum króna á fimm ára tímabili. Þetta kemur fram í 
svari  Félagsbústaða vegna fyrirspurnar Flokks fólksins fyrir borgarráði um lögfræðikostnað Félagsbústaða frá 2013 til 2018.


Félagsbústaðir felli niður leigu í 2 til 3 mánuði

Í dag á fundi borgarráðs mun ég leggja fyrir tillögu um að Félagsbústaðir felli niður leigu í 2 til 3 mánuði  vegna kór­ónu­veirunn­ar og skoði jafnframt að veita aukna greiðslufresti í þeim erfiðu aðstæðum sem kórónuveiran hef­ur skapað. Fordæmi um aðgerðir af þessu tagi er nú þegar til. Reikna má með að fjölmargir eigi eftir að verða fyrir barðinu af veiruvánni og þá ekki síst fjárhagslega. Fólk verður fyrir tekjum­issi á næstu vik­um og mánuðum vegna ástands­ins. Hjá Félagsbústöðum leigir viðkvæmur hópur og margir berjast í bökkum fjárhagslega.Í þeim aðstæðum sem nú ríkja er mikilvægt að létt verði áhyggjum af fólki eins og hægt er.


Bloggfærslur 26. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband