Mannréttindamál að fá að ráða því hvenær maður hættir að vinna

Ég hef á þessu kjörtímabili staðið fyrir umræðu um að fólk sem verður sjötugt verði ekki rekið af vinnumarkaði. Áður hef ég komið með tillögu um sveigjanleg vinnulok. Allt hefur þetta verið fyrir daufum eyrum meirihlutans og engar undirtektir. Á síðasta fundi mannréttindaráðs lagði ég fram tillögu um að Ráðið beitti sér í þessum efnum enda er þetta sannarlega mannréttindamál.

Tillaga lögð fram 8. apríl:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð beiti sér fyrir því að borgarmeirihlutinn/borgarstjórn ákveði að losa um almennt starfsaldursviðmið eldri borgara sem er 70 ár og að það verði ákvörðun hvers og eins hvenær hann óskar að hverfa af atvinnumarkaði þegar þessu aldursskeiði er náð.

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kveða á um að almennt skuli segja upp störfum þegar ríkisstarfsmaður nær 70 ára aldri. Engin sambærileg ákvæði eru hins vegar í sveitarstjórnarlögum.

Kjarasamningar kveða á um að yfirmanni er heimilt að endurráða einstakling sem náð hefur 70 ára aldri með nokkrum skilyrðum. Borgarstjórn er því ekkert að vanbúnaði að taka ákvörðun um að losa um 70 ára aldursviðmiði þannig að viðkomandi geti ýmist haldið áfram í sínu starfi hjá sveitarfélaginu óski hann þess eða sótt um annað starf/minna starfshlutfall allt eftir því hvað hentar viðkomandi. Samhliða væri borgarstjórn í lófa lagt að þrýsta á ríkið að draga úr skerðingum á lífeyri vegna atvinnutekna svo sem að frítekjumark vegna atvinnutekna verð hækkað í a.m.k. umtalsvert eða afnumið alfarið.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð beiti sér í þessu mikilvæga mannréttindamáli. R2104003

 

eldri borgari að vinna

 


Bloggfærslur 10. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband