Hvað er verið að gera til að leysa umferðarhnúta í borginni?

Ég legg þessa fyrirspurn fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag.
Fyrirspurnir um hvort til standi að leysa umferðarteppur í borginni?

Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt til s.l. 4 ár að farið verði að skoða ljósastýringar í borginni og bæta og laga erfiðustu gatnamótin með ýmsum leiðum sem stungið hefur verið upp á í gegnum tíðina. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld séu með einhverjar hugmyndir í farvatninu sem létt geta á umferð s.s. að bæta ljósastýringar þar sem verst lætur?
Hvaða aðgerðir eru í gangi hjá borginni til að draga úr umferðarteppu?

Þegar horft er til samgöngumála er ekki um marga valkosti að ræða. Borgarlína verður ekki komin og farin að virka fyrr en eftir nokkur ár. Komu hennar hefur verið seinkað eins og allir vita. Strætósamgöngur er slakar og hefur dregið úr þjónustu sérstaklega eftir að nýja greiðslukerfið kom. Margir treysta sér ekki til að nota það. Þeir sem hefðu getað nýtt sér einstaka ferð með strætó finna aðrar leiðir, taka jafnvel frekar leigubíl, þeir sem hafa ráð á því þ.e.a.s. þar sem ekki tekur því að setja sig inn í Klapp kerfið eða taka sér ferð á hendur  á á bækistöð Strætó til að kaupa sér Klapp tíu. Klapp tíu er aðeins fyrir  annaðhvort fullorðna, ungmenni (12-17 ára) eða aldraða (67+).

 


Bloggfærslur 11. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband