Afreksbörn í íţróttum

naerverusalara_afresks145.jpgEnginn efast um jákvćtt gildi íţróttaiđkunar barna og unglinga.

Íţróttaiđkun hefur uppeldisfrćđilegt gildi sem styrkir sjálfsmyndina, sjálfsöryggi og felur í sér frćđslu og ţjálfun í félagslegum samskiptum. Íţróttaiđkun ađ stađaldri er talin vera ein sú allra mikilvćgasta forvörn gegn ytri vá.

Ţađ ađ vera afreksbarn í einhverri íţróttagrein er eins og gefur ađ skilja stórkostlegt fyrir barniđ sjálft og foreldra ţess sem eđlilega eru fullir af stolti fyrir hönd barns síns. Vćntingar barnanna sjálfra eru einnig oft miklar og stundum svo miklar ađ ţćr eru óraunhćfar.

En eins og á öđru eru á ţessu tvćr hliđar. Ađ vera í hópi barna sem flokkast sem afreksíţróttafólk krefst mikillar vinnu, skipulagningar og úthalds ef viđkomandi einstaklingur á ađ geta stundađ ćfingarnar samhliđa öđru.

Fyrir ómótađan einstakling getur ţetta veriđ erfitt, jafnvel ofraun. Oftar en ekki ţarf margt annađ ađ sitja á hakanum svo sem skólinn, félagarnir og ađrar tómstundir. Sum börn ráđa mjög vel viđ ţessar kringumstćđur sérstaklega ef námiđ liggur vel fyrir ţeim og ef ţau er vel skipulögđ og eiga auk ţess góđan stuđning fjölskyldu sinnar.

En ţannig er ţví ekki fariđ hjá öllum börnum.  Sumum börnum reynist ţetta býsna erfitt og í stađ ţess ađ geta notiđ hćfileika sinna á sviđi íţrótta upplifa ţau sem álag og streitu.

Um ţetta ćtlar Jón Páll Pálmarsson, fótboltaţjálfari rćđa Í nćrveru sálar á ÍNN hinn 29. mars.  Ţá mun hann mun upplýsa áhorfendur m.a. um Afreksskóla FH í Hafnarfirđi og afreksbraut Flensborgarskólans. Sá fyrrnefndi hefur veriđ viđ líđi í 5 ár og inn í hann eru börnin sérvalin.

Segja má ađ hér á landi sé áhersla á afreksíţróttir tiltölulega nýleg. Frammistađa íslenskra íţróttaafreksmanna á alţjóđakeppnismótum hefur veriđ glćsileg. Skemmst er ađ minnast á frammistöđu  íslenska handboltaliđsins á Ólympíuleikum í Peking og í EM nú nýlega. Til ađ ferliđ megi haldast glćst er mikilvćgt ađ hlúa vel ađ íslenskum afreksíţróttamönnum. Ţeir eru fyrirmynd nýliđanna. Gott gengi íslensks íţróttafólks skiptir máli fyrir útbreiđslu íţrótta, til ađ  skapa breidd í liđum og einstaklingsíţróttum og vekja áhuga ungmenna á iđkun íţrótta almennt séđ svo ekki sé minnst á ađ lađa ađ sjálfbođaliđa til ađ sinna íţróttastarfinu. Afreksíţróttamenn og konur eru fyrirmyndir sem hvetja ađra til ađ leggja sig fram um ađ ná hámarksárangri. Viđ unnin afrek vex sjálfstraust og framtakssemi einstaklinga, hópa og jafnvel heillar ţjóđar.

En ţađ geta ekki allir orđiđ afreksmenn hvorki í íţróttum né á öđrum sviđum. Ţau sjónarmiđ hafa heyrst ađ afreksíţróttamönnum sé e.t.v. of mikiđ hampađ á kostnađ annarra sem vilja stunda íţróttir en eru ekki endilega efniviđur í afreksíţróttafólk.  Í raun er ađeins lítil prósenta barna sem nćr ţví marki ađ komast á ţann stađ ađ ţau teljist til afreksfólks í ţeim skilningi sem hér um rćđir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband