Ég var ekki sá eini, það gerðu þetta allir!

hreiar_mr_yfirheyrslur_saj_jpg_620x800_q95.jpgSvona var þetta bara, þetta var umhverfið sem við lifðum í.

Því fleiri sem hinn grunaði getur bent á og sagt „hann gerði þetta líka“ eða „það gerðu þetta allir“ því auðveldara reynist honum að réttlæta hegðun sína fyrir sjálfum sér. Hvort honum tekst að réttlæta hana fyrir umheiminum gegnir hins vegar öðru máli. Þó eru alltaf einhverjir sem samþykkja réttlætingu sem þessa.

Hugsanlega eru það einkum einstaklingar sem  hafa sjálfir staðið frammi fyrir svipaðri freistingu eða hafa nú þegar óhreint mjöl í pokahorninu. Einnig grípa aðstandendur oft til réttlætingar af þessu tagi í þeim tilgangi að líða betur við erfiðar aðstæður.

Meira um réttlætingu og siðblindu hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband