Aflífa eðluna, af hverju?

Getur einhver hér gefið mér eina ástæðum fyrir því af hverju svæfa á þessa fallegu eðlu sem fannst í dag????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Kolbrún; æfinlega !

Þó svo; siðmenningin hjá Selfysskum, teljist vart vera, á lægra stigi, en landsmanna annarra; yfirleitt, er það jú, drápsgleði fólksins, sem fær að njóta sín, of oft, þegar saklaust dýraríkið á í hlut.

Telst jafnframt vera; mælistika, á mennsku viðkomandi, sem dýrið fönguðu - og hjá sér hafa,, eða þá, ómennsku, þegar nánar er á litið.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 22:32

2 identicon

Það er ástæða fyrir að þessi dýr eru bönnuð.  Þau eru yfirleitt full af sýkingum þ.a.m. sallmónellu.... að þeim sé lógað kemur mannvonsku ekkert við.

Kv...

Sjonni (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 04:33

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Mér finnst það ekki næg skýring, hægt væri að hreinsa skepuna af því. Spurning er hvað lögin segja og eins má spyrja af hverju ekki Húsdýragarðurinn? Hann Tómas þar myndi glaður taka hana inn, það er ég viss um.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.6.2010 kl. 08:10

4 identicon

Já, voðalega er enn stutt í villimanninn í mörgu okkar! Lausnirnar varðandi dýr - ef lausn er hægt að kalla - er allt oft að losa sig við vandamálið með því að drepa dýrið. "Ólögleg" eðla: svæfa hana. Eigangi hunds deyr: svæfa hundinn.  Slasaður hundur: svæfa hann. Eða enn verra: fá sérsveitarmann til þess að skjóta hundinn. Óæskilegir hvolpar: svæfa þá. Og svona gæti ég lengi talið.

Heyrði einhvern tímann brandara: Barn spyr hvað sé að afa. "Hann er alvarlega veikur", svaraði móðirinn. Spyr þá barnið til baka: "Þarf þá að svæfa hann"?

Guðbjörg (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 10:58

5 identicon

Mjög auðveld og góð skýring... Dýrið er ólöglegt á Íslandi!

Kemur ekkert "drápsgleði" eða öðru við...

Harpa (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:17

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Mja, allir hafa rétt fyrir sér í þessu. Vandamálið liggur kannski í því hver beri kostnaðinn af að hreinsa dýrið af salmonellu eða öllum þessum sýkingum sem þær bera með sér. Þarf örugglega að kaupa inn rándýrann kúr og þá meina ég rándýrann. Þetta eru bestu skinn ef þær eru grasætur, en verra ef þær eru hræætur.

50 cal.

Eyjólfur Jónsson, 24.6.2010 kl. 15:41

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skil heldur ekki til hvers það þurfti að "drepa" þetta dýr - eðla sem þessi er með "kalt" blóð og því litil sem ekki nein smithætta af svona dýrum - innflutningur er vissulega ólöglegur en þessi "skeppna" fannst hér og í fullkomnu ástandi - nær hefði verið að koma henni á viðeigandi "stofnun" td húsdýragarðinn þar sem hún hefið verið til sýnis og væntanlega dregið að fólk á öllum aldir - stundum erum við of bráðlát

Jón Snæbjörnsson, 24.6.2010 kl. 17:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband