Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Mótmæli síðastliðna daga endurspegla ekki reiðina í þjóðfélaginu
7.7.2010 | 10:19
Stöðugt er verið að vísa í almenningur þetta og almenningur hitt eins og allur almenningur sé einn einstaklingur. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi í umræðunni um gengistryggðu lánin eftir dóm Hæstaréttar og viðbragða Seðlabanka og FME í því sambandi.
Það er kannski rétt að minna á að það tóku ekki allir gengistryggð bílalán. Það eru ekki heldur allir með lán á bakinu. Það eru til einstaklingar og fjölskyldur sem hafa einmitt forðast eins og heitan eldinn að taka lán yfir höfuð. Þeir hafa heldur viljað vera án hluta eða látið sig vanta þá frekar en taka fyrir þeim lán. Þetta er fólkið sem jafnvel hefur unnið myrkrana á milli og lagt fyrir til að geta síðan síðar veitt sér einhvern munað. Það er ekki óeðlilegt að þessi hópur sé einnig reiður enda kemur það í hlut þeirra sem skattgreiðenda að borga brúsann þegar upp er staðið.
Það eru margir reiðir hópar í samfélaginu nú en þeir eru ekki allir reiðir yfir sama hlutnum.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Sæl Kolbrún takk fyrir góða þætti á INN, sakna fleirri þátta.Vissulega eru margir reiðir hópar í samfélaginu og hvernig haldið er á þjóðfélagsmálum. Vonandi eru til hópar sem ekki hafa tekið gengistryggð bílalán eða eru með önnur lán á bakinu, því miður held ég að þeir séu fáir. Þegar og ef það fólk sem tók gengistryggð lán fær réttlætinu fullnægt, tel ég það vera til bóta fyrir allt samfélagið, áróðri ríkisstjórnarinnar um að þessi leiðrétting á fjármálaglöpum bankanna og lánveitenda komi niður á skattgreiðenda ber ekki að taka alvarlega.Sem skuldlaus eldriborgari tók ég kr. 600.000 í gengistryggðu bílaláni árið 2007 þetta var eina lánið sem var í boði þá, ég treysti því að mér væri ráðið heillt. Í dag keyri ég lítið um á litla sæta bílnum mínum því ég borga af bílnum sem drossía væriJ með kr. 157.000 í ellilífeyri á mánuði já alls ekki krónu meir hef ég lítið svigrúm. Talandi um eldriborgara, það er til skammar hvernig ríkisstjórnin hefur hrakið þetta fólk út af vinnumarkaðnum vanvirt og niðurlægt. Þeir eldriborgarar sem hafa heilsu vilja og getu til þess að bæta kjör sín mega vinna fyrir kr. 480.000 fyrir skatt, án þess að lífeyririnn skerðist. Eldriborgurum er haldið í heilsuspillandi fátækragildru. Sannarlega eru til hópar innan eldriborgra sem ekki þurfa að kvíða ellinni, svo sem ráðherrar og alþingismenn, hver borgar þeirra laun í ellinni, eru það ekki við hin.
Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 17:17
kr. 480.000 fyrir skatt á ári
Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 17:36
Það skaðar ekki að líta í eigin barm og spyrja sig: Hef ég nokkurn tíma keypt of stórt og dýrt hús sem ég hafði ekki efni á, hef ég keypt dýran bíl sem ég hafði ekki efni á, fór ég í ferðalög sem ég hafði ekki efni á ? Hef ég tekið 100 % lán ? Skoði hver fyrir sig.
Finnur Bárðarson, 7.7.2010 kl. 18:08
Sæl nafna. Ég fagna þessum pistli því ég er satt að segja búin að fá meira en nóg af þeim einlita fréttaflutningi sem viðgengist hefur síðustu daga. Það er eins og enginn þori að mæla á móti því að skuldarar eru ekki almenningur eða einlitt tákn um hann. Öryrkjar og aldraðir, langflestir, eru sjálfsagt langflestir skuldlausir. Það voru ekki allir jafn neyslusjúkir og unnu fyrir sínu dóti og fjárfestingum og hver er þá þeirra umbun. 480.000,-kr. í laun án skerðingar á bótum- á ári- er til skammar og ótrúlegt alveg. Ég tel að ef sömu aðgerðir verða gerðar fyrir þá sem tóku innlend lán og þá sem tóku erlend næðist helst sátt í þjóðfélaginu. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 7.7.2010 kl. 19:36
Sæll Finnur. Ég get svarað því strax ég hef aldrei tekið OF eitthvað en ég hef tekið lán þegar ég var ung verkakona að kaupa íbúð sem ég lagði ofurkapp á að borga upp á mettíma og þá gerði ég ekkert annað á meðan. Ekki smuga að því verði komið á mig hvernig komið er ;) kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 7.7.2010 kl. 20:48
Takk fyrir þessar athugasemdir. Enginn má þó misskilja mig þannig að ég skilji ekki pirring þessa hóps en vil engu að síður benda á að pirringur fólks almennt séð er til kominn vegna fleiri þátta en gengistryggðra lána og inngripi Seðlabanka og FME vegna þeirra. Dómsstólar munu hafa síðasta orð um þau mál og er það vel.
Mér er ávallt illa við þegar allt í einu öllum sem einum er skellt undir sama hatt. Þetta er flóknara en það. Í mínu starfi hef ég hitt marga sem t.d. hafa einmitt verið að halda í hverja krónu til að geta átt náðugri daga síðar meir, eða þá sem hafa safnað fyrir einstaka hlutum sem þeim langaði í og einnig lagt fyrir fé t.d. í sjóðum sem hurfu eða skertust verulega. Reiði fólks eins og ég skynja hana er sprottin af mörgum ástæðum. Sem dæmi eru sumir reiðir vegna þingmanna sem hlutu ofurstyrki og neita að víkja. Enn aðrir eru reiðir vegna ákveðna þingmanna sem hafa vikið tímabundið en ætla hugsanlega að snúa aftur og svona mætti lengi telja. Reiði í garð banka og fjármálafyrirtækja er víðtæk eins og ég skynja þetta. Það er ekki skrýtið þar sem margir sitja enn við stjórnvölinn sem voru allsráðandi fyrir hrun.
Svo margt brýst um í hugum íslendinga nú og þess vegna hafna ég því að hugtakið almenningur sé notaður sem væri það ein manneskja.
Kolbrún Baldursdóttir, 7.7.2010 kl. 20:54
Sæl Kolbrún Stefánsdóttir, ekki er ég að agnúast út í þá sem þurfa að taka lán og það eru flestir. En í upphafi skal endinn skoða. Aldrei myndi hvarfla að mér að kaupa Benz jeppa. Ég er einfaldlega ekki í þeim launaflokki sem leyfir slíkt, ekki einu sinni í góðu árferði. Fyrir utan það að ég hef ekkert við slíkt drasl að gera. Kveðja Finnur
Finnur Bárðarson, 7.7.2010 kl. 21:09
og takk Kolbrún fyirir þessa löngu tímabæru færslu. Ég er ekki almenningur, ég er einstaklingur og hafna því að vera dreginn inn í svo óskilgreinda hjörð af sjálfskipuðum og að mér forspurðum.
Finnur Bárðarson, 7.7.2010 kl. 21:21
Finnur þá erum við akkúrat í sama bátnum ábyrgir einstaklingar en ekki hjörð. Málið er bara að það var orðin svo mikil firring í þjóðfélaginu að fólk sem var láglaunafólk, eða bara skuldugt, gekk inn á bílasölur og keypti sér bíla á lánum því það þurfti ekki að fara í greiðslumat þar. Þetta var auðvitað ofneysla sem hækkaði neysluvísitöluna sem kom svo í hausinn á þeim sem voru með verðtryggð lán. Ég vona að fólk láti reiðina ekki ná tökum á sér því mér finnst það svo mikil sóun að eyða tíma í þannig tilfinningar sem eru ekki til neins. Skil það samt. Kveðja til ykkar Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 7.7.2010 kl. 22:43
Kolbrún, já ég veit ekki alveg hvað ég á að byrja. Minnist þess sem Ingibjörg Sólrún sagði í Háskólabíói á sínum tíma ,,þið eru ekki þjóðn". Það var að sjálfögðu satt, en rétt orð, á röngum tíma.
Mér skillst að það séu um 50 þúsund gengistryggð lán, og ég veit auðvitað ekki hvað margir einstaklingar eru á bak við þau lán. Sem fjármálaráðgjafi var ég oft spurður um þessi lán, og ég varaði við að þau gætu auðveldlega hækkað um 30%. Fæstir gerðu ráð fyrir að bankarnir væru að taka stöðu gegn krónunni og því varð hrunið absúrd.
Nú koma þeir fram sem ekki tóku slík lán, með geislabauginn og spyrja sig hverning datt fólki í hug að taka slík lán. Það voru ansi margir. Ef þetta er eina leiðin til þess að upphefja sjálfan sig, þá finnst mér það allt í lagi. En vinsamleagst gerið það í einrúmi. Vandamálinu með vanmáttarkenndinni hlýtur að vera hægt að leysa á annan hátt.
Sigurður Þorsteinsson, 7.7.2010 kl. 22:57
Ég er alveg sammála þér, Kolbrún, um að reiðin í þjóðfélaginu eigi sér margar rætur og óeðlilegt að öllum sé steypt í sama mót hvað varðar einstök mál.
En sem Íslendingar berum við öll samfélagslega ábyrgð á ástandinu hvort sem við höfum lagt eitthvað ti þess eða ekki að eigin mati.
Að beita augljósum rökum eins og "ég tók ekki þátt í þessu" til að fría sig frá ábyrgð og mótmæla því að þurfa að borga er svipað og að segjast ekki hafa framið neinn glæp og því eigi maður ekki að borga fyrir réttarhöld yfir glæpamönnum og fangavist þeirra.
Víst er það rétt og satt, en ... það ber hver og einn sinn hluta af ábyrgð vegna gjörða samfélagsins, hvort sem þeir tóku þátt í þeim gjörðum eða ekki.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 01:18
Það tóku ekki allir þátt í þessu en en hrunið bitnaði á öllum. Og já auðvitað er hver og einn ábyrgur fyrir eigin ákvarðanir og situr uppi með þær hvort heldur góðar eða vondar. Það á líka við um sparifjáreigendur sem settu fé sitt í hina alræmdu sjóði. Nú eða þeir þingmenn sem tóku ofurstyrki eða kúlulánþegar.
Stjórnmálaflokkar og einstaklingar innan þeirra eiga líka að horfa í eigin barm og skoða sín mistök hvort heldur um lögbrot eða siðabrot væri að ræða og axla sína ábyrgð.
Ég lít í minn barm og skoða hvaða heimskulega ákvörðun ég tók sem skilur eftir sig afleiðingar og axla mína ábyrgð o.s.frv. og það gera aðrir líka.
Foreldrar hefðu e.t.v. viljað leiðbeina börnum sínum betur og minna þau á að lán eru lán sem þarf að borga og að ekki sé skynsamlegt að taka 100 prósent lán fyrir hvort bíl eða öðru hvernig svo sem það lán er.
Auðvitað gat engin séð þetta fyrir. Sjálfri finnst mér hroki margra fjármálafyrirtækja hafa verið mikill. Þeir hafa lengi vel ekki ætlað að gefa neitt eftir.
Ég hafna engu að síður þessu allir hugtaki og notkun hugtaksins almenningur eins og sé um eina persónu að ræða.
Kolbrún Baldursdóttir, 8.7.2010 kl. 08:14
Sæl aftur.
Ég er ekki með geislabaug Sigurður og get sagt eins og þú að enginn , ekki einu sinni ég, hélt í alvöru að bankarnir færu á hausinn. Ég vissi þó að þetta gat ekki gengið svona endalaust.
Ég man þegar Landsbréf voru að byrja og ég að spyrja sem fávís útibússtjóri hvernig þessi hlutabréf virkuðu. Það var útskýrt og þá sagði ég" nú menn geta þá tapað öllu ef enginn vill kaupa bréfin" Það var náttúrulega hlegið að mér eins og oft síðar og það talið ómögulegt, en nú segi ég " hvað sagði ég "
Mér fannst þó útvarpsfrétt um "sigur" mótmælenda við Seðlabankann athyglisverð en hún endaði svona " fólk ætti að fara að átta sig á hverjir stjórna landinu". Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.7.2010 kl. 15:20