Ástæður fyrir því af hverju svo margir eru enn reiðir og pirraðir

  rei_ibilde.jpgÞví er ekki að leyna að það er pirringur og reiði í samfélaginu sem tengist með einum eða öðrum hætti hruninu og afleiðingum þess. Einhverjir kunna að furða sig á því hve reiðin er enn djúpstæð og virðist ætla að endast lengi.  Í ljósi þess hversu mikið áfall dundi yfir þjóðina á haustdögum 2008 er hins vegar ekki að undra að fólk skuli enn vera tilfinningalega sundurtætt. Þannig mun það án efa verða um sinn eða í það minnsta þar til sérstökum saksóknara hefur tekist að grynnka á málafjöldanum á hans borði. Fólk verður ekki sátt fyrr en fundnar hafa verið ásættanlegar lausnir á allra erfiðustu skuldamálum sem  til var stofnað  á góðæristímanum. Meira um þetta hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það eru ekki BARA skuldamálin sem fyllir fólk reiði, heldur allur sá sori sem er að koma í ljós úr nefndarstörfum ríkisstjórnarinnar og hvernig þeir hugsa sér að selja auðlindir okkar, hækka skatta og fórna saklausum almenningi í leiðinni. Þetta er orðið miklu djúpstæðara en bara skuldir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.7.2010 kl. 16:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband