Ţörf til ađ upphefja sjálfan sig eđa hreinar ranghugmyndir?

Ţađ er stórfurđulegt ađ lesa greinar um hver eigi helsta heiđurinn af ţví ađ Landeyjahöfn er nú orđin ađ veruleika. Annars vegar eru grein Árna Johnsen sem fullyrđir í löngu máli og međ ítarlegum hćtti ađ honum beri ađ ţakka sérstaklega fyrir ađ ráđist var í ađ byggja Landeyjahöfnina. Ţađ má sjá í grein hans í Morgunblađinu 20. júlí sl.

Á hinn bóginn má lesa grein eftir Gunnar Gunnarsson ađstođarvegamálastjóra (Morgunbl. 24. júlí), en hann segir ađ ţvert á móti hafi Árni veriđ alfariđ á móti ađ ráđist yrđi í ađ byggja höfn í Landeyjum heldur hafi hann ekki mátt heyra minnst á annađ en ađ haldiđ yrđi áfram ađ veita fé í rannsóknir á jarđgöngum til Eyja. Samkvćmt Gunnari er Árni ađ mćra sig fyrir eitthvađ sem hann reyndi ađ koma í veg fyrir međ öllum ráđum og dáđum.

Hvernig má ţađ vera ađ Árni Johnsen geti mćrt sjálfan sig fyrir eitthvađ sem hann reyndi međ öllum ráđum ađ koma í vega fyrir? Margt kemur upp í hugann.
Er hann haldinn ranghugmyndum um eigiđ ágćti?
Er ţetta mikilmennskubrjálađi?
Skortir hann hćfni til lágmarks sjálfsgagnrýni?
Er ţetta minnisleysi eđa man hann bara einhver valin atriđi? 

Hann er ekki einn um ađ mćra sig fyrir nákvćmlega ţetta, heldur hefur bćjarstjórinn í Vestmannaeyjum einnig gert ţađ.  Af hverju skyldi hann gera ţađ ef ţetta er ekki satt?

Ţetta eru margar spurningar og fátt um svör viđ ţeim. Sjálf minnist ég ţess ađ Árni sá fátt annađ í stöđunni en jarđgöng á ţessum tíma. Nú segir hann ađ um hafi veriđ ađ rćđa eins konar leikfléttu af sinni hálfu til ađ tryggja gerđ Landeyjahafnar. Međ ţví ađ segja ţetta er eins og hann sé ađ hagrćđa og ađlaga enn frekar ađstćđum og atburđarrás til ađ reyna ađ fegra sig á trúverđugri hátt en sem gerir ţátt hans í ţessu í raun enn ótrúverđugri.

Óhćtt er ađ segja ađ Árni hefur međvitađ eđa ómeđvitađ ríka tilhneigingu til ađ mćra sig, upphefja sig og samkvćmt Gunnari og sjálfsagt fleirum eignar hann sé heiđur sem honum ekki ber. Sjálfsagt er margt sem honum má ţakka en kannski ekki ţetta.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni er af gamla íslandi... ţú veist, ţar sem er nćgilegt ađ upphefja sjálfan sig... helst međ biblíu í hönd.. í pontu á alţingi

doctore (IP-tala skráđ) 9.8.2010 kl. 12:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband