Varasamt að færa of mikil völd í hendur eins aðila

Niðurstöður þjóðfundar eru í meginatriðum mjög góðar og eiga eftir að nýtast vel á stjórnlagaþingi. Frekari upplýsingar koma um þær síðar í dag.

Meðal þess sem fram kom á fundinum var að

"á Íslandi skuli valdhöfum settur skýr rammi með siðareglum þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins er haft að leiðarfrelsi"

og

"við viljum þrískiptingu valdsins, valdameiri forseta og varaforseta, aðskilja ríki og kirkju, sjálfstæða dómstóla, jafnan atkvæðisrétt og eitt kjördæmi"

Aukin ráðherraábyrgð og almennt gegnsæi eykur líkur á að það sem gerðist fyrir hrun gerist ekki aftur. Hvað varðar að færa meiri völd á hendur forseta er spurning.

Það getur verið varasamt að færa of mikil völd i hendur eins aðila hvort heldur forseta eða einhvers annars.  Í embætti forseta, eins og í önnur embætti, getur slæðst vanhæfur einstaklingur sem hvorki kann né getur farið með völd og eða beitir þeim að geðþótta og hentugleika sem ekki endilega þarf að vera í takt við þjóðarhagsmuni ef því er að skipta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: b

Takk fyrir þetta. Er þér algjörlega sammála.

b, 7.11.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvernig sem valdi forseta verður skipað þá verður að lagfæra lög um kjör  hans til embættis.  Við nú verandi lög er það svo að væru sex í framboði þá gæti hann fræðilega verið kjörinn með 20% atkvæða. 

Það er ekki ásættanlegt.  Það er verið að tala um einstakling sem á að vera einskonar samnefnari þjóðarinnar. 

Það er því þörf á að meirihluti kjósi hann og það er óheppilegt að um sé að ræða einstakling sem er verulega umdeildur, því að þá er hætta á að þeir sem hafna honum geti ekki sæst á hann.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.11.2010 kl. 23:24

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sammála.

Kolbrún Baldursdóttir, 7.11.2010 kl. 23:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband