Kjördæmapot yrði úr sögunni ef landið væri eitt kjördæmi

Kjördæmapot yrði úr sögunni ef landið væri eitt kjördæmi. Það hefur stundum borið á því að þingmenn kjördæma hafi hyglað mönnum og máefnum sem einskorðast við það kjördæmi sem þeir voru kosnir í.

Þetta er sögulega einn aðal ókosturinn við það kjördæmafyrirkomulag sem nú ríkir.

Reyndar var þetta enn verra hér áður fyrr. Halda mætti að um væri að ræða einhvers konar hefð sem erfitt er að komast út úr.

Tengsl hafa myndast, menn eru nánir hver öðrum, jafnvel frændur. Þetta á við um stærri sem smærri kjördæmi en er þó e.t.v. meira áberandi í þeim smærri vegna smæðarinnar.

Kjördæmaskipan þarf m.a. að taka fyrir á stjórnlagaþingi. Mjög margir eru sammála um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjördæmapot er af hinu illa, það geta allir verið sammála um það en að gera landið að einu kjördæmi er einhver arfaslakasta hugmynd sem komið hefur fram einfaldlega vegna þess að ef af því yrði þá mundi lítið breytast nema það að höfuðborgarsvæðið myndi fá um 50% þingmanna einfaldlega vegna þess að fólk myndi halda áfram að kjósa þá sem vinna fyrir sína hagsmuni. Og held að fólk á höfuðborgarsvæðinu ættu aðeins að koma niðrá jörðina með hvað allt þarf alltaf að vera í Rvk nú er verið að skera niður í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og á sama tíma er verið að byggja hörpuna fyrir 101 elítuna og auka listamannalaun um 400stk sem kostar meira en allur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 17:11

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hvernig vilt þú leysa þetta Hjörleifur? Það er um að gera að varpa hugmyndum á milli. Lausn þarf að henta sem allra flestum.

Kolbrún Baldursdóttir, 22.11.2010 kl. 17:14

3 identicon

Það fyrsta sem ég myndi gera í sambandi við þingið er að útrýma svokölluðum atvinnupólítíkusum með því að hámarka fjöldann í 2 kjörtímabil sem hægt er að sitja á Alþingi því ég vill hafa fólk á Alþingi sem hefur verið á vinnumarkaði og mun fara aftur á vinnumarkað. Finnst algerlega ömurlegt að horfa uppá fólk sitja á Alþingi í 30 ár eða meira, þetta fólk er löngu komið úr takt við allt sem er að gerast í kringum þau. Eins og fyrir síðustu kosningar voru margir að tala um að nú þyrfti að stokka upp og þá fara Jóhanna og Steingrímur í stjórn saman þessi tvö eru búin að sitja á Alþingi í samanlagt næstum 70ár.

Ég myndi mikið frekar vilja sjá einhversskonar persónukjör í kjördæmum og drepa þetta flokkadót, kjósa fólk sem vill vinna fyrir fólkið í landinu en ekki láta einhvern flokk ráða hvað verður ofaná. Allir þessir flokkar eru eins það eru nokkrir aðilar sem stjórna öllu sem kemur frá flokkunum. 

Svo mætti alveg taka til greina að setja kosningarloforðin þannig fram að flokkurinn verði að gjöra svo vel að fara eftir því sem hann lofar í stórum málum alveg eins og loforð VG sem var eini flokkurinn sem lofaði því að fara ekki í ESB og fékk hann heilmörg atkvæði fyrir það og svo er þessi flokkur í stjórn og gefur þetta mál eftir sem er alveg fáranlegt að stjórnmálamenn þurfa ekki að standa skil á neinu sem þeir segja. 

Svo að öðru sem viðkemur Alþingi og reyndar sveitastjórn líka að ef menn eru kosnir í flokkum eins og gert er nú þá á sá aðili ekki að geta gengið úr flokknum í annan flokk heldur ef hann er ósáttur þá á sá aðili einfaldlega að ganga úr flokknum og varamaður tekur sæti.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 17:33

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hefurðu ekki áhyggjur af því að flokksræði myndi eflast til mikilla muna yrði landið eitt kjördæmi? Við því er að búast að hugsjónastarf stjórnmálanna myndi afleggjast með öllu og þar með stjórnmálaflokkarnir. Þá sætum við uppi með einskis nýta egóista, og grunnhyggnar dægurmálastjörnur, sem eru duglegastir að bulla í enn grunnhyggnari fjölmiðlum. Ég held að tími sé kominn til þess að efla stjórnmálaflokkana og hugsjónastarf þeirra og hverfa aftur til einmennings- og tvímenningskjördæmanna, sem umfram annað svarar kalli tímans um persónukjör.

Mikilvægast er auðvitað að afnema ríkisvæðingu stjórnmálaflokkanna, sem er hreint reginhneyksli. Að frjáls félagasamtök um stjórnmálahugsjónir skuli vera á ríkisframfæri, er algerlega hugmynd fáránleikans og hefur ekkert með lýðræði og jafnrétti að gera - þótt sumir haldi það.

Gústaf Níelsson, 22.11.2010 kl. 18:05

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæll aftur Hjörleifur.

Öðru hvoru koma fram á sjónarsviðið mjög hæfir pólitíkusar sem sárt væri að sjá eftir út aftur eftir 1-2 kjörtímabil. Við kjósendur þurfum hins vegar að vera dugleg að kjósa fólk "út" sem ekki á erindi á þing.

Hvað varðar loforð þá er þetta oft meira að frambjóðendur segjast vilja eitt og annað en ef þeir ná ekki meirihluta þá segir það sig sjálft að það sem frambjóðendurnir Jón eða Gunna vildu f.h. þjóðar gengur ekki eftir.

Þess vegna myndi ég vilja hætta að nota hugtakið kosningarloforð í þessu sambandi, meira að það sé vilji til að gera þetta og hitt nái viðkomandi kjöri og hafni í meirihluta.

Mjög mikilvægt atriði er að fólk geti kosið um persónur í kjörklefanum innan þess flokks sem þeir vilja kjósa. Þá fyrst er enginn þingmaður öruggur um stöðu sína. Þá geta allir þingmenn fallið í kosningu og engar reglur um tímalengd eru þar að leiðandi nauðsynlegar.

Þetta er svona það sem mér dettur í hug sem viðbrögð við þínum skrifum. Takk samt innilega fyrir að gefa þér tíma til að ræða þessi mál.

Bestu kveðjur til þín

KB

Kolbrún Baldursdóttir, 22.11.2010 kl. 18:59

6 identicon

Það er útbreydd skoðun á höfuðborgarsvæðinu að þingmenn á landsbyggðinni séu meiri potarar en þeir sem eru kostnir á höfuðborgarsvæðinu.Tel að þarna gæti verulegrar vanþekkingar á aðstæðum og rökhugsun.Það skal viðurkennt að það virðast vera meira áberandi ef þingmaður af landsbyggðinni leggur til einhvert mál úr sýnu kjördæmi og um það mál næst samkomulag stjórnarflokka og oftast annara flokka manna úr því kjördæmi,að þá sé kominn á það stimpill um pot og ódrengskap.Ekkert mál næst fram nema að um það sé sátt í stjórnarflokkunum ,eða um það náist breyð samstað meðal þingmanna úr öllum flokkum sem ég tel að hafi gerst oftar en ekki við allar stæðstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á landsbyggðinni á undanförnum áratugum. Skynsemi alþingismanna hefur ráðið för. Auðvita eru til þingmenn sem kjósa að notfæra sér sérstöðu sína til að slá sér tímabundið til riddara á kostnað annara og þá er oft gott að gefa í skin með fúkyrðum að landsbyggðin fái allt og nefna þá til landsbyggðarpotarana. Nálægð hagsmuna aðilla á höfuðborgarsvæðinu að stjórnsýslunni allri er svo mikklu auðveldari fyrir höfuðborgar potaranna. Þeir ná til allra sinna kunningja og vina til að hliðra og opna dyr til við að koma sýnum málum fram að landsbyggðarfólkið lætur sér ekki einu sinni detta í hug allar þær laustnir sem settar eru fram til hagsmuna í smáu og stóru þeim til handa og skila þeim árangri.Sem er líka af því góða.

GGunnar (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 21:06

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já einmitt, líklega meira áberandi. Góður punktur Gunnar.

Kolbrún Baldursdóttir, 22.11.2010 kl. 21:16

8 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Klika eða nokkurskonar MAFÍA virðist vera orðin hefð í íslenskri stjórnsýslu.

 er hægt að stoppa það og hvernig ?

 kV. eRLA mAGNA

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.11.2010 kl. 23:11

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef landið yrði gert að einu kjördæmi, þyrftu að koma aðrar aðgerðir með til að vernda landsbyggðina, til dæmis að setja eitt stjórnsýslustig í viðbót, þ.e. heimastjórnir í hverjum landsfjórðungi.  Reykjavíkursvæðið sogar til sín allt fjármagn og skammtar svo úr hnefa til landsbyggðarinnar aftur. Það óréttlæti hefur viðgengist alla tíð þrátt fyrir misvægi atkvæða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 11:12

10 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta eru áhyggjur margra og þarf að skoða. Þjöppunin er svo mikil hér fyrir sunnan. Flókið mál sem leggjast þarf yfir með hagsmuni allra í huga.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.11.2010 kl. 18:58

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Íslensk mafía á sér langa og menningalega sögu. Þegar Ríkið varð aðalstaðurinn til að fara í ránsferðir þá voru keyptir bátar, togarar með 90% lánum, reikningar falsaðir opinberlega og ekkert var reynt að stoppa þetta því allir voru samtaka í þessu. Þetta gekk vel, svo komu synirnir og gerðu enn betur enn pabbarnir, fiskver, svartamarkaður um allan heim með fisk, Albert Franski stjórnaði geiminu eins og og stjórnandi stjórnaði sinfóníuhljómsveit...meirihátta nágungi með hjartað á réttum stað og alla Sjálfstæðismafíunna í Reykjavík í vasanum...

Það er miklu flótlegraq að spilla bara þessum fáu sem eftir eru óspilltir enda líta þeir allir út eins og álfar út úr hól, múta þeima bara og svo verða allir samtaka um að verða heiðarlegir gangsterar.

Lögreglu er hægt að leggja niður næstum algjörlega, nema til að stilla til friðar á einhverjum íslenbskum fillerýum og setjast bara niður yfir kaffibolla og hlægja að þessu öllu saman.

Við eru svona hvort eð er og þurfum ekkert á asnalegu leikriti að halda. Fólk er miður sín af ótta við hvað nágrannin eða hver sem er heldur og stjórnast algjörlega eftir því.

Manusin breytist svo ört og fólk hefur ekki við að læra nýjar reglur og þessháttar og er alveg að gefast upp á þessum hlutverkum.

Hætta öllum bankalánum, og nota bankarán í staðin. Hafa námskeið í bankaránum svo allir geti gert eins. Þetta myndi jafna út óánægjuna, engin væri neitt sekari enn aðrir, hagsmunapot væri dyggð og væri hvatt til hennar.

Þetta myndi leysa gífurlega mikil vandamál. Þessi tvöfeldni og að öll þjóðin er dregin á asnaeyrunum á Stjórnlagiþingi sem er fyrir löngu búið að ákveða hvernig fer.

Aðalmálið í þessu verður að sjálfsögðu að allt hefur sitt vanagang og einfeldningarnir halda áfram í íslensku orðaleikjum, framboð verður flutt í beinni útsendingu og aðalmálið verður að breyta Stjórnarskrá sem ekki hefur verið notuð í tuttugu ár nema fyrir skrílinn.

Þetta er einfalt mál. Það þarf að ráða duglega útlenska forstjóra vanan rekstri, gefa honum öll völd, leggja niður þingið og nota þinghúsið sem dagheimili fyrir börn.

Íslenskir súperheilar á suðumarki þurfa að hvílast og er ódýrast að hafa alla þingmenn á fullum launum á hóteli á Spáni enn að hafa þá lausa á Íslandi.

Leiðinlegasta fólk í veröldinni sem maður hittir er bráðgáfaður Íslendingur sem veit nákvæmlega hvernig hann á að stjórna Íslandi og getur útskýrt nákvæmlega að það sé alveg ótrúlegt að heimskasta fólk jarðríkis nær alltaf völdum...aftur og aftur, áratugum saman.

Nei, það þarf að halda í gömul gildi íslendinga, óheiðarleika, rányrkju, sóðaskap og berserksgang. Kenna börnum þessi gömlu gildi upp á nýtt, klúfa gjarna einhverja í herðar niður til að trekkja að túrista sem flykkjast hingað til lands til að horfa á villibændur í Armanifötum með tölvu sem hann kann oftast ekkert á...

Óskar Arnórsson, 25.11.2010 kl. 01:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband