Skyldi hann sleppa?

11030201_baldur_02_jpg_620x800_q95.jpgNú er réttað yfir Baldri Guðlaugssyni og enginn veit hvort hann fái nokkurn dóm á sig.

Mun hann halda peningnum eða verður þetta fé gert upptækt?

Fái hann dóm, fangelsisdóm, skilorðsbundinn eða óskilorðsbundinn en fær að halda þessum milljónum segir það til um hvernig það verður með fjölmarga aðra í svipaðri stöðu þ.e. þá sem fengu innherjaupplýsingar og seldu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Miðað við alla smádóma sem falla í dag og tiltölulega þungir dómar eru þar  í gangi, og það  sem við höfum í dag  séð gerast með þungavigtarmenn, já, ætli það verði ekki niðurstaðan því miður.

Guðmundur Júlíusson, 4.3.2011 kl. 23:27

2 Smámynd: Jens Guð

  Baldur er svo vel tengdur að hann mun aldrei fá þyngri dóm en skilorðsbundinn.  Þannig er Ísland í dag.  Hann er innvígður og innmúraður.

Jens Guð, 4.3.2011 kl. 23:39

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eru til lög yfir svona glæpamenn?  Verður ekki bara slegið á hendur hans og sagt skamm, svona gerum við ekki?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.3.2011 kl. 00:52

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er öruggt að Baldur mun ekki hljóta skaða af dóminum, hann er í rétta flokkinum, með réttu vinina og er ábyggilega ósnertanlegur eins og margir vinir hans...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.3.2011 kl. 02:07

5 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Væri ekki nákvæmara að orða það svo, að það segði til um meðhöndlun dómsóla, fái Baldur dóm á sig? Það á einnig við ef aðrir meintir innherjar fá á sig kæru frá saksóknara. Þannig er skipan mála í samfélaginu háttað að dómsólar dæma í málum borgarana. ,,Meðhöndlun samfélagsins" er í víðari skilningi, svona eins og ef að ég og þú Kolbrún og aðrir samfélagsþegnar ætluðum að fara að dæma. Við búum í réttarríki, er ekki rétt að virða það?

Óttar Felix Hauksson, 5.3.2011 kl. 02:50

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Rétt athugað Óttar.

Kolbrún Baldursdóttir, 5.3.2011 kl. 09:02

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ómögulega gert að því að mér finnst umræðan vera á nokkrum villigötum.  Baldur Guðlaugsson og þessir tveir verðbréfastrákar úr Kaupþingi eru engir stórgerendur í bankahruninu, þetta eru menn sem vegna starfa sinna voru í aðstöðu til að hagnast um einhverjar krónur, en það er látið eins og þeir hafi verið valdir að hruninu, þarna er aðeins um "smápeð" að ræða en það er engu líkara en það verði að leggja allt í sölurnar svo þessir menn verði dæmdir og helst að þeir fái mjög þunga dóma.  Má ég kannski minna á að enn hefur ENGINN af AÐALLEIKURUNUM í hruninu verið dæmdur og verður sennilega ekki en svona "smápeð" verður að ná í og refsa..

Jóhann Elíasson, 5.3.2011 kl. 09:32

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þessi maður náði af mér stórum hluta ævisparnaðar míns með því að Ráðleggja fólki að selja ekki bréf sín  í bankanum, sem ráðgjafi, eins og hinir ráðgjafarnir. Ég vona að hann tapi þessu öllu saman!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.3.2011 kl. 15:51

9 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þessir kallar halda því sem þeir ná- vinatengslin eru sterk. allt þetta mál er aðeins leikþáttur.

kv. ea

Erla Magna Alexandersdóttir, 5.3.2011 kl. 18:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband