Fjölmiðlafólk og viðtalstækni

Að minnsta kosti tvö mjög erfið og viðkvæm mál hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum nú síðustu vikur. Viðtöl hafa verið tekin bæði í sjónvarpi og útvarpi við þolendur ofbeldis og einnig meinta gerendur. Í slíkum viðtölum skiptir öllu máli að spyrlarnir séu með viðtalstækni á hreinu. Borið hefur mikið á því í þessum viðtölum að spurðar eru verulega leiðandi spurningar. Þeir sem sitja fyrir svörum eiga það skilið að spurningum sem til þeirra er varpað um svo viðkvæm og eldfim mál sem þessi séu þannig úr garði gerðar að viðmælendur hafi fullt vald á að svara þeim á þeirra eigin persónulegu forsendum. Séu spurningar leiðandi rýrir það gildi upplýsinga sem fram kemur, gefur falska mynd af svörunum og lýsa oft mikið frekar skoðunum og hugsunum spyrilsins en viðmælandans. Ég legg til að annað hvort fari fjölmiðlafólk á viðtalstækninámskeið og læri samhliða smávegis í sálfræði eða að þau einfaldlega fái fagaðila til að taka viðtölin. Viðtal sem tekið er með leiðandi spurningum, hvort sem það fjallar um viðkvæ,m persónuleg málefni eða önnur almennari málefni eru bæði rýrari af gæðum og hvimleitt á að hlusta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband