Algengt er að menn reisi hús og hótel á leigulóð

Kínverski auðkýfingurinn Huang Nubo vill  kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

Íslendingar eiga ekkert endilega lóðirnar undir húsum sínum.

Af hverju þarf að þessi maður endilega að eignast alla jörðina til að hugsanlega fá að reisa þar hótel og golfvöll?

 Mörg hótel á landinu eru á leigulóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er auðvitað eitthvað sem sveitarfélagið þarna fyrir austan ætti að tileinka sér. Að "selja" manninum leigulóð. Svo þegar leigutíminn er útrunninn er hægt að "selja" hana aftur, og aftur, og aftur, og endurtaka eftir þörfum.

Tær snilld.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hvernig er þetta t.d. með hótel Rangá svo einhver dæmi eru tekin?

Eða lóðir flestra húsa hér í Reykjavík?

Fæstar eru eignarlóðir.

Kolbrún Baldursdóttir, 7.9.2011 kl. 21:23

3 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Það er ömurlegt til þess að hugsa að ef ég eða börnin mín værum á labbi á svæði þar sem ´´ekki Íslendingur´´ hefði til umráða, yrðum rekin út af...skárra væri ef sá hin sami væri afdala Íslenskur bóndi, ég yrði sáttari við það.

kv

Óli

Ólafur Ólafsson, 8.9.2011 kl. 05:14

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Maðurinn gæti þess vegna fengið að reisa þarna hótel og fleira án þess að kaupa allt þetta land.

Já, tilhugsunin um að selja "land" og svo meira "land" og svo mun e.t.v. stór hluti landsins verða í eigu einhverra annarra en íslendinga.

En svo eru margar hliðar á þessu eins og komið hefur fram.

Vissulega er freistandi að fá þetta fjármagn inn og atvinnumöguleika og það á að skoða en eins og ég sé þetta þarf hann ekki að EIGNAST allt þetta land til þess.

Kolbrún Baldursdóttir, 8.9.2011 kl. 09:34

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Að lokum heimtuðu landeigendur að skipa stjórn yfir "sínu landi"´hrollvekjandi.

Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2011 kl. 13:23

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er til nokkuð sem heitir ábúðarréttur á íslenskum bújörðum. Hægt er ef því er að skipta að veita mönnum lífstíðar ábúðarrétt eða ábúðarrétt til 99 ára.  Með slíkan rétt eru menn nánast með öll réttindi eiganda.  Íslenska ríkið ætti að kaupa landið og bjóða manninum þessi kjör.

Þórir Kjartansson, 8.9.2011 kl. 13:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband