Reykjavíkurflugvöllur og samgöngumiðstöð

Nú blasir það við að Iceland Express fær ekki aðstöðu í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er hið versta mál því á meðan Flugfélag Íslands einokar aðstöðuna haldast innanlandsflugfargjöld himinhá. Nú væri það óskandi að farið væri að krafti í að byggja samgöngumiðstöð á svæðinu sem rúmað gæti alla nauðsynlega þjónustu og lagt grunninn að eðlilegri samkeppni. Sjálf er ég talsmaður þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Það er í lagi að færa hann eitthvað t.d. ef ákveðið verði að fara í einhverjar landfyllingar. Umræðan um staðsetningu flugvallarins hefur verið viðloðandi í mörg ár. Sem frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðismanna í október s.l. þá var ég víst (skv. Samtökum um betri byggð sem gerði könnun meðal frambjóðenda) eini frambjóðandi sem var þeirrar skoðunnar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. Málið er sannarlega umdeilt svo mikið er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband