Málefni Byrgisins: Hvernig væri að rannsaka fyrst og álykta svo?

Margir hafa þörf á að tjá sig um það sem nú er að líta dagsljósið hvað varðar Byrgið og Breiðavík. Bæði þessi mál eru ekki fullrannsökuð ennþá. Mér finnst allt of langt gengið í að draga ályktanir og jafnvel ákveða hvað hefur verið í gangi áður en við fáum það endanlega staðfest. Þetta er t.d. mjög áberandi í Fréttablaðinu í dag 10. febrúar á bls. 4. Bara með því að lesa fyrirsögnina fær fólk til að halda að þá þegar hafi málið verið að fullu upplýst.  Síðasta setning fréttarinnar er svo þessi „Málið er í fullri rannsókn og farið að síga á seinni hlutann“. Er ekki allt í lagi að rannsaka málið áður en við teljum okkur vita hvað hefur gerst nákvæmlega þarna og með hvaða hætti. Fréttamennska sem gengur út á hugmyndafræði eins og „líklegt/ólíklegt, örugglega og áreiðanlega“ er ekkert nema til að gefa fólki byr undir báða vængi að spekúlera enn meira um eitthvað sem á eftir að rannsaka. Þegar rannsókn síðan liggur fyrir þá getur þess vegna eitthvað  annað verið upp á teningnum. Gagnvart meintum gerendum er þetta líka afar ósanngjarn. Hvað varð um það að maður sé saklaus þar til sekt hans er sönnuð.  Bíðum bara eftir niðurstöðum rannsókna í þessu máli og þá komumst við eins nærri sannleikanum og mögulegt er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband