Horbjóður nýtt orð fyrir viðbjóður

Talmál unglinga hefur lengi verið áhugaefni mitt. Sem yfirsálfræðingur á Stuðlum þá var einstaklega gaman að fylgjast með orðavali unglinganna og enn tekst þeim að koma manni á óvart.  Orðið horbjóður er nú í notkun a.m.k. einhverra ungmenna og merkir viðbjóður.  Hugsunin á bak við orðið held ég sé nokkuð skýr. Fyrri hlutinn „hor“ kemur líklega frá enska orðinu horrible og síðari hlutinn „bjóður“ er náttúrulega seinni hluti orðsins viðbjóður. Út frá sálfræðilegu sjónarmiði er þetta mjög áhugavert fyrirbæri. Fyrst af öllu dettur manni í hug hversu hugmyndaríkir unglingarnir okkar eru. Ég vildi óska að einhver fyndi hjá sér tíma og þörf til að taka þetta saman frá ári til árs. Þetta eru heimildir og gæti einnig orðið mikið skemmtiefni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband