Óþolandi skemmdarverk.

Stöðugt er verið að fremja skemmdarverk á eigum annarra/almennings. Hverjir gera þetta? Eru þetta unglingar eða jafnvel rígfullorðið fólk? Skemmdarverk er eitt af þeim fyrirbærum sem maður fær engan botn í. Það er akkúrat enginn tilgangur með því að skemma fyrir öðrum, það græðir enginn á því, heldur tapa allir. Sú fullnægja sem sá sem fremur skemmdarverkið fær við verknaðinn getur varla verið langvinn. Er kannski enn að hlakka í honum daginn eftir?
Eftir að hafa praktíserað sálfræði í 17 ár er verknaður sem þessi mér ráðgáta. Ljóst er að sá sem stundar að skemma er reiður einstaklingur, jafnvel siðblindur. Hann gerir þetta ítrekað af því að hann kemst upp með það. Ekki hefur tekist að kenna honum að taka ábyrgð og hann hefur komist undan að taka afleiðingunum. Skaðinn er talinn í milljónum svo ekki sé minnst á tilfinningarlega skaðann. Mér finnst að við eigum að fara að taka harðar á skemmdarverkum. Náist í þá sem skemma fyrir öðrum þarf að vera hörð viðurlög, háar sektir og sálfræðimeðferð. Því  miður sleppa margir og geta þannig haldið áfram að skemma án þess að axla ábyrgð.  Mín reynsla er sú að það er ekki fyrr en viðkomandi skemmdarvargur þarf að taka afleiðingunum að hann mögulega fer að hugsa sig tvisvar um áður en hann fremur ódæðið. Sé um að ræða einstaklinga undir 18 ára kemur það í hlut foreldranna að greiða skaðann. Þá er mikilvægt að foreldrarnir láti barnið borga sér til baka með einum eða öðrum hætti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Náist í þá sem skemma fyrir öðrum þarf að vera hörð viðurlög, háar sektir og sálfræðimeðferð. Því  miður sleppa margir og geta þannig haldið áfram að skemma án þess að axla ábyrgð."

En hvernig finnst praktíserandi sálfræðingi að taka eigi á því þegar hreppstjóri nágrannasveitarfélags fremur stórfellt skemmdarverk á almannaeignum Reykvíkinga?

Dæmi: HÉR og HÉR

Þarf ekki sem fyrst að finna viðeigandi meðferðarúrræði handa slíkum hreppstjóra, áður en allt skógræktarstarf undangenginna áratuga á höfuðborgarsvæðinu er lagt í rúst?

Gapripill (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ekki beint sambærilegt, tilfinningarmál fyrir sumum öðrum ekki. Hef þó ekki sett mig inn í öll þessi mál en er talsmaður skógræktar enda sjálf í fjölskyldu sem nú hefur rækta marga hektara lands á Rangárvöllum. Á hverju sumri setjum við niður hundruðir plantna. 
Finnist gerandi, yfir höfuð. er alltaf hægt að fara með mál fyrir dómstóla. Nú er hins vegar auglýst eftir gerendum, þeim sem stunda það að eyðileggja eitt og annað sem á vegi þeirra verða, einna helst í miðbæ Reykjavíkur. Væru þeir spurðir af hverju þeir gera þetta, tel ég að þeim yrði svara vant. Þessum aðilum þarf að ná til að hægt sé að meðhöndla skemmdarverkin innan okkar dómkerfis.

Kolbrún Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 19:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband