Breiðavík um Breiðuvík?

Í þeirri miklu umræðu sem verið hefur um hörmungarnar í Breiðuvík hefur nafnið Breiðavík ekki verið beygt eins og væri um að ræða orðið Breiðavík um Breiðuvík.
Sjálf hefði ég haldið að einnig ætti að beygja fyrri huta þessa samsetta orðs þar sem það væri dregið af „breið“ þ.e. hér er Breiðavík, um Breiðuvík osfrv.
Er nafnið kannski ekki dregið af „breið“ heldur orðinu „breða sem merkir þá hjarn? Fyrir mér og kannski fleirum er það líklegast að víkin hafi fengið nafnið Breiðavík af því að hún er breið. Þar að leiðandi ætti nafnið auðvitað að beygjast  Breiðavík, um Breiðuvík,  frá Breiðuvík,  til Breiðuvíkur.  
Eitthvað hefur heyrst um að málfarsráðunautur útvarpsins hafi útskýrt málið. En maður er nú ekki til í að kaupa hvað sem er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég heyrði því fleygt að víkin dragi nafn sitt af (landnáms)manninum Breiða.  Þess vegna beygist nafnið Breiðavík, um Breiðavík o.s.fr.

Sel ég það þó ekki dýrara en ég keypti.

Sindri (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 18:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband