Nú rofar til hjá þeim sem þjáðst hafa af skammdegisþunglyndi

Með hverjum degi sem nú líður eykst britan. Þeir sem þola illa skammdegið geta nú farið að láta sér hlakka til vorsins. Ákveðinn hópur einstaklinga upplifir þunglyndi á þeim tíma ársins sem mesta myrkrið er. Einkennin eru þreyta, kvíði, neikvæðar hugsanir og streitueinkenni. Sumum líður svo illa á þessum tíma að þeim finnst átak að stíga fram úr á morgnana og takast á við daginn og gildir þá einu hvort verkefnin sem bíða eru flókin eða einföld. Sem sagt framundan er yndislegur tími og maður fyllist löngun til að hoppa og skoppa. Frábært að heyra aftur í fuglunum í tjránnum og hænurnar mínar hérna í garðinum verpa sem óðar væru þessa daganna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Kolbrun svona er þetta og oftast enn mer liður best svona þegar þetta er nokkuð jafnt/Td ein og i U.S.A. austursrönd liður ekki nogu vel að sofa i dagsbyrtu/  Kveða/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 22.2.2007 kl. 17:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband