Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Valfrelsi eldri borgara til að ákveða hvort þeir vilji vera lengur á vinnumarkaði.
23.2.2007 | 20:22
Hver segir að þú verðir að hætta að vinna þótt þú hafir náð ákveðnum aldri?
Alla tíð hefur íslenskt samfélag sent eldri borgara heim af vinnumarkaði þegar þeir hafa náð ákveðnum aldri hvort sem það er 67 ára eða 70 ára. Nú er öldin önnur og við höfum vitkast og lært. Þess vegna er komin tími til að breyta þessu. Það er engin ástæða til að senda eldhresst fólk af vinnumarkaði þótt það hafi náð einhverjum ákveðnum aldri. Þessi hópur er eins misleitur og allir aðrir hópar. Sumir fagna því að hætta að vinna og vilja fara að gera eitthvað annað. Aðrir hætta að vinna af heilsufarsástæðum og enn aðrir vilja ekkert frekar en að halda áfram að vinna enda fullir af starfsorku og elju. Ég vil endilega að við lyftum þessu þaki með þeim hætti að fólk fái að ráða því meira sjálft hvort og hvenær það vill láta af störfum. Það býr í eldri borgurum gífuleg reynsla og uppsöfnuð þekking á ótrúlegustu og ólíklegustu sviðum, sviðum sem yngri kynslóðin mun aldrei kynnast nema í kynnum sínum við eldri borgara. Við skulum ekki taka þennan dýrmæta fjársjóð frá þeim sem nú eru að alast upp og slíta barnsskónum. Engin kynslóð kemur aftur og því ber okkur að hlúa að hverri og einni eftir þvi sem árin líða. Öll verðum við einn góðan veðurdag eldri borgarar. Þess vegna er svo mikilvægt að skapa kringumstæður/umhverfi þar sem ungir, miðaldra og eldri geta unnið sem mest saman. Þannig miðla eldri til þeirra yngri og allir græða.
Alla tíð hefur íslenskt samfélag sent eldri borgara heim af vinnumarkaði þegar þeir hafa náð ákveðnum aldri hvort sem það er 67 ára eða 70 ára. Nú er öldin önnur og við höfum vitkast og lært. Þess vegna er komin tími til að breyta þessu. Það er engin ástæða til að senda eldhresst fólk af vinnumarkaði þótt það hafi náð einhverjum ákveðnum aldri. Þessi hópur er eins misleitur og allir aðrir hópar. Sumir fagna því að hætta að vinna og vilja fara að gera eitthvað annað. Aðrir hætta að vinna af heilsufarsástæðum og enn aðrir vilja ekkert frekar en að halda áfram að vinna enda fullir af starfsorku og elju. Ég vil endilega að við lyftum þessu þaki með þeim hætti að fólk fái að ráða því meira sjálft hvort og hvenær það vill láta af störfum. Það býr í eldri borgurum gífuleg reynsla og uppsöfnuð þekking á ótrúlegustu og ólíklegustu sviðum, sviðum sem yngri kynslóðin mun aldrei kynnast nema í kynnum sínum við eldri borgara. Við skulum ekki taka þennan dýrmæta fjársjóð frá þeim sem nú eru að alast upp og slíta barnsskónum. Engin kynslóð kemur aftur og því ber okkur að hlúa að hverri og einni eftir þvi sem árin líða. Öll verðum við einn góðan veðurdag eldri borgarar. Þess vegna er svo mikilvægt að skapa kringumstæður/umhverfi þar sem ungir, miðaldra og eldri geta unnið sem mest saman. Þannig miðla eldri til þeirra yngri og allir græða.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Nýjustu færslurnar
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum
- Namibía: hvenær koma Íslendingarnir aftur?
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
- Leggja niður þá starfsemi sem hefur ekki brýn verkefni með höndum
- Snobbað lúsmý, glaður intróvert og hnausþykk ferilskrá
33 dagar til jóla
Um bloggið
Kolbrún Baldursdóttir
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Tek heilshugar undir þessi skrif hjá þér, það er hreinlega algert rugl að meina öldruðum að vinna úti á vinnumarkaiðnum, ég skil hinsvegar alveg að fólk sem er svo heppið að hafa vinnuveitanda sem vill leifa því að vera áfram hugsi sig tvisvar um vegna skattalaganna og skerðinganna.
Tek undir hvert einasta orð hér í þessari grein frá a til ö.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 24.2.2007 kl. 01:00
Já kolbrun innlega sammála þer i þessu þetta á að vera Valkvætt,og svo ekki skattleggja þetta nem 10 % eftir 67 ára aldur"!!!!!!!!Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 24.2.2007 kl. 10:19
Hjartanlega sammála, þar sem vöntun er á starfsfólki á vinnumarkaðinn og heldri borgarar eru betur á sig komnir í dag en áður.
María Anna P Kristjánsdóttir, 24.2.2007 kl. 14:51
Ég get ekki séð að það sé kostur að vinna fram í rauðan dauðann. Ef maður hættir 70 ára að vinna hefur meðal maðurinn kannski mesta lagi 10 ár eftir ólifað. Þar af fara kannski einhver ár í að liggja á sjúkrastofnunum þar til dauðinn sækir mann heim. Nei það er miklu skynsamlegara að geta hætt 62 ára við góða heilsu og farið að gera það sem manni langar til. Það er auðvitð ákveðin kynslóð íslendinga sem þekkir ekkert annað en vinnu og aftur vinnu. Held þó að sú kynslóð sem á næstu 10 árum hættir að vinna verði feginn að geta hætt í síðasta lagi 67 ára, og í náinni framtíð verða það æ fleirri sem fara í hlutastöf eftir 60 ára aldur og hættir 65 ára.Valfrelsið ætti því að vera að hætta fyrr að vinna en ekki seinna.
siggi (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 14:59
Þetta er gott umræðuefni. Ég á mjög stutt eftir í eftirlaun eða þannig. En ég hef búið mér þannig um hnútana að ég hef nóg að gera þegar að því kemur. Reyndar er verið að leggja niður starfið mitt, þó þeir hafi ekki ennþá sagt mér upp. Skortir kjark til þess held ég En ég hef horft upp á fólk sem hefur þurft að hætta við 67 ára aldur veslast upp og deyja á stuttum tíma, vinnan og sá status sem það gaf var þessu fólki allt. Það hafði engan undirbúning til að taka við því að vera án vinnu. Þarna þarf ef til vill einhverskonar námskeið fyrir fólk, námskeið í að hætta að vinna og finna sér eitthvað til að una við. Og svo að fólk geti farið að vinna í tímabundinni vinnu án þess að setja eftirlaunin á slig. Tvísköttun eða þannig.
Hér þarf að gera stórátak í að gera fólki kleyft að hætta að vinna með sæmd, en geta samt sótt einhverskonar vinnu sem hentar, án þess að ríkið sé með klærnar ofan í hálsmálið á viðkomandi. Frekar andstyggilegt að mínu mati. Margt fólk í dag sem er 67 ára hefur ágætis starfsgetu. Og mjög margir eru afar góður starfskraftur.
Man eftir átaki í Svíþjóð.... taktu ömmu í fóstur. Þ.e. að fá ömmur og afa til barnfóstrustarfa, þar sem búið er að rjúfa gamla fjölskyldumynstrið, þar sem stórfjölskyldan var saman. Nú er allt hólfað niður á ser bása sem ekki má blanda saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2007 kl. 18:44