Valfrelsi eldri borgara til að ákveða hvort þeir vilji vera lengur á vinnumarkaði.

Hver segir að þú verðir að hætta að vinna þótt þú hafir náð ákveðnum aldri? 
Alla tíð hefur íslenskt samfélag sent eldri borgara heim af vinnumarkaði þegar þeir hafa náð ákveðnum aldri hvort sem það er 67 ára eða 70 ára. Nú er öldin önnur og við höfum vitkast og lært. Þess vegna er komin tími til að breyta þessu.  Það er engin ástæða til að senda eldhresst fólk af vinnumarkaði þótt það hafi náð einhverjum ákveðnum aldri. Þessi hópur er eins misleitur og allir aðrir hópar. Sumir fagna því að hætta að vinna og vilja fara að gera eitthvað annað. Aðrir hætta að vinna af heilsufarsástæðum og enn aðrir vilja ekkert frekar en að halda áfram að vinna enda fullir af starfsorku og elju. Ég vil endilega að við lyftum þessu þaki með þeim hætti að fólk fái að ráða því meira sjálft hvort og hvenær það vill láta af störfum.  Það býr í eldri borgurum gífuleg reynsla og uppsöfnuð þekking á ótrúlegustu og ólíklegustu sviðum, sviðum sem yngri kynslóðin mun aldrei kynnast nema í kynnum sínum við eldri borgara. Við skulum ekki taka þennan dýrmæta fjársjóð frá þeim sem nú eru að alast upp og slíta barnsskónum. Engin kynslóð kemur aftur og því ber okkur að hlúa að hverri og einni eftir þvi sem árin líða. Öll verðum við einn góðan veðurdag eldri borgarar. Þess vegna er svo mikilvægt að skapa kringumstæður/umhverfi  þar sem ungir, miðaldra og eldri geta unnið sem mest saman. Þannig miðla eldri til þeirra yngri og allir græða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Tek heilshugar undir þessi skrif hjá þér, það er hreinlega algert rugl að meina öldruðum að vinna úti á vinnumarkaiðnum, ég skil hinsvegar alveg að fólk sem er svo heppið að hafa vinnuveitanda sem vill leifa því að vera áfram hugsi sig tvisvar um vegna skattalaganna og skerðinganna.

Tek undir hvert einasta orð hér í þessari grein frá a til ö.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 24.2.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já kolbrun innlega sammála þer i þessu þetta á að vera Valkvætt,og svo ekki skattleggja þetta nem 10 % eftir 67 ára aldur"!!!!!!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.2.2007 kl. 10:19

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Hjartanlega sammála, þar sem vöntun er á starfsfólki á vinnumarkaðinn og heldri borgarar eru betur á sig komnir í dag en áður.

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.2.2007 kl. 14:51

4 identicon

Ég get ekki séð að það sé kostur að vinna fram í rauðan dauðann. Ef maður hættir 70 ára að vinna hefur meðal maðurinn kannski mesta lagi 10 ár eftir ólifað. Þar af fara kannski einhver ár í að liggja á sjúkrastofnunum þar til dauðinn sækir mann heim. Nei það er miklu skynsamlegara að geta hætt 62 ára við góða heilsu og farið að gera það sem manni langar til. Það  er auðvitð ákveðin kynslóð íslendinga sem þekkir ekkert annað en vinnu og aftur vinnu. Held þó að sú kynslóð sem á næstu 10 árum hættir að vinna verði feginn að geta hætt í síðasta lagi 67 ára, og í náinni framtíð verða það æ fleirri sem fara í hlutastöf eftir 60 ára aldur og hættir 65 ára.Valfrelsið ætti því að vera að hætta fyrr að vinna en ekki seinna.

siggi (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 14:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er gott umræðuefni.  Ég á mjög stutt eftir í eftirlaun eða þannig.  En ég hef búið mér þannig um hnútana að ég hef nóg að gera þegar að því kemur.  Reyndar er verið að leggja niður starfið mitt, þó þeir hafi ekki ennþá sagt mér upp.  Skortir kjark til þess held ég  En ég hef horft upp á fólk sem hefur þurft að hætta við 67 ára aldur veslast upp og deyja á stuttum tíma, vinnan og sá status sem það gaf var þessu fólki allt.  Það hafði engan undirbúning til að taka við því að vera án vinnu.  Þarna þarf ef til vill einhverskonar námskeið fyrir fólk, námskeið í að hætta að vinna og finna sér eitthvað til að una við.  Og svo að fólk geti farið að vinna í tímabundinni vinnu án þess að setja eftirlaunin á slig.  Tvísköttun eða þannig.

Hér þarf að gera stórátak í að gera fólki kleyft að hætta að vinna með sæmd, en geta samt sótt einhverskonar vinnu sem hentar, án þess að ríkið sé með klærnar ofan í hálsmálið á viðkomandi.  Frekar andstyggilegt að mínu mati.  Margt fólk í dag sem er 67 ára hefur ágætis starfsgetu.  Og mjög margir eru afar góður starfskraftur. 

Man eftir átaki í  Svíþjóð.... taktu ömmu í fóstur.  Þ.e. að fá ömmur og afa til barnfóstrustarfa, þar sem búið er að rjúfa gamla fjölskyldumynstrið, þar sem stórfjölskyldan var saman.  Nú er allt hólfað niður á ser bása sem ekki má blanda saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2007 kl. 18:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband