Áfram tala Framsóknarmenn um 90% lán?

Ég var að heyra í fréttum í kvöld að enn og aftur vilja Framsóknarmenn 90% lán. Var ég að misskilja eitthvað?  Er ekki nóg komið af þessari vitleysu? Auðvitað er hver og einn ábyrgur fyrir sínum lántökum en ungt fólk freistast til að að halda að þetta sé sniðugt. Þau eru mörg hver ekki að horfa langt inn í framtíðina eða að átta sig á því að skuldir hverfa ekki bara. Spurt var í  fréttunum áðan hvort þetta væri kosningatitringur hjá Framsókn. Ég spyr, lærir þessi Flokkur ekki af reynslu? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Kristinsson

Ægir, ert þú að meina að framsókn þarf að fá leyfi hjá sjöllum?? frammarar ráða sínum ráðuneitum og sjallar sínum svona yfirleitt, þannig starfa þessir flokkar saman, sem er bara gott mál

Haukur Kristinsson, 2.3.2007 kl. 00:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband