Að aflétta launaleynd er það eina rétta.

Ég er mjög meðmælt því að aflétta launaleynd. Sem fyrrverandi formaður Stéttarfélags sálfræðinga þá er það mín reynsla að pukur og laumuspil hvað varðar hver er með hvaða laun gerir fátt annað en að skapa tortryggni og slæman móral. Þessi mál sem önnur eiga einfaldlega að vera uppi á borðinu. Þá myndast heilbrigður samanburður og réttlæti og rök fá að ráða ferð. Í það minnsta er mun auðveldar að taka á málum svo vit sé í.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það á að skýra og rökstyðja HVERS VEGNA LAUNALEYND?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég vona að þú náir að sannfæra samflokksmenn þína um afnám launaleyndar. :)

Svala Jónsdóttir, 8.3.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Launaleynd er nokkuð sem enginn vill hafa NEMA þeir sem eru að hljóta góðar aukagreyðslur umfram aðra samstarsmenn. Ég held að aldrei verði komist hjá launaleynd, það verður bara fundin ný og ný leið. Ég persónulega er ekki ALVEG SJOR hvort ég sé alfarið á móti henni, getur ekki verið dálítið eðlilegt að vinniveitandi vilji umbuna starfdmanni/konu en vilji ekki fá upp öfund hjá öðrum sem skila minni eða slakari vinnu. ég er ekki viss um að ég sé svo mikið á móti launaleynd.

Sigfús Sigurþórsson., 9.3.2007 kl. 08:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband