Heimilisfang Geirs Þórissonar sem afplánar 20 ára dóm í Bandaríkjunum

Viðtal við Geir Þórisson sem nú afplánar 20 ára dóm fyrir líkamsárás í Bandaríkjunum var sýnt í Kastljósi þann 5. mars síðastliðinn. Áframhaldandi umfjöllun var um mál hans í Kastljósi þann 6. og 7. mars. Viðtalið hreyfði við mörgum enda alveg ljóst að þær aðstæður og sú félagslega einangrun sem hann hefur nú búið við í 9 ár eru vægast sagt ömurlegar.

Geir hefur ekki verið gefinn kostur á að stunda nám og möguleikar hans til samskipta við fjölskyldu og vini eru verulega takmarkaðir. Sökum þeirra sterku viðbragða sem fjöldi manns sýndi í kjölfar viðtalsins hafa ættingjar Geirs gefið leyfi fyrir því að dreifa heimilisfangi hans til þeirra sem vilja senda honum góðar kveðjur. Hægt er að senda honum bréf (aðeins þunn umslög) en ekki er hægt að senda honum pakka.
Fyrir einstakling í þeirri stöðu sem Geir er í þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu uppörvandi það er fyrir hann að fá sendar kveðjur héðan að heiman og finna að landar hans hugsa til hans. Hvatningarorð okkar geta verið það haldreipi sem Geir þarfnast svo mjög við þessar erfiðu aðstæður.
Hægt er nálgast viðtalið við Geir á www.ruv.is <http://www.ruv.is/>

Heimilsfang Geirs*:

Geir Thorisson 263907
Grcc HU 5-425
901 Corrections.way
Jarrett VA 23870

U.S.A.

Aðstandendur Geirs hafa stofnað bankareikning í hans nafni fyrir þá sem vilja sýna stuðning með framlagi:

Landsbankinn í Grafarvogi, 0114-05-061708, kennitala 080469-3819, Geir Þórisson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband