Leyndarmál lífsins í tilefni dagsins

Mig langar að blogga eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins.
Hvað er það sem skiptir máli?
Hvað er það sem er gaman og hvað er það sem mig langar að ná betri tökum á?
Þetta eru allt afar persónulegar spurningar og svör fólks sem fá við þeim því mjög einstaklingsbundin.
Svona í hnotskurn eins og þetta lítur út frá mínum bæjardyrum þá skiptir heilsan öllu máli því án hennar er hætta á að skemmtilegir hlutir fái á sig gráan blæ. Að sama skapi skiptir vellíðan og velgengni ástvinna okkur öllu máli til að við getum notið okkur að fullu.
Það sem hefur gefið mér hvað mesta gleði er vinna mín með börnum og unglingum í starfi mínu sem sálfræðingur. Að vinna með börn er forréttindi. Ef maður einfaldlega temur sér að HLUSTA á hvað þau eru að segja, skilja þeirra hugarheim þá er árangur skammt undan.  Ég spyr flest þau börn sem ég tala við eftirfarandi spurninga:
1. Ef þú ættir eina ósk hvers myndir þú óska þér?
2. Hvað er það sem er gott í lífi þínu?
3. Hvað er það sem er ekki svo gott í lífi þínu?
4. Er það eitthvað sem þú vilt að breytist heima og/eða í skólanum
5. Hvað er það sem þú getur gert til að breyta því og hvað er það sem aðrir þurfa að gera til að breyta því?

Þau svör sem ég fæ við þessum spurningum gefa mér venjulega gott hráefni til að halda áfram að vinna í átt að lausn og betri líðan barnsins og fjölskyldu þess.

En hvaða er það sem miðaldra konu svona eins og mig langar mest til að ná árangri með?
Jú, það er að „master the mind“ eða að ná enn betra valdi á hugsunum með þeim hætti að temja sér stöðugt jákvæðar hugsanir og fleygja öllum þeim neikvæðum út. Þetta er gamla góða hugræna atferlismeðferðin sem ekki bara virkar vel fyrir þá sem stríða við þunglyndi eða depurð heldur einnig alla aðra. Kjarnin er að hafa skýr markmið og sjá fyrir sér og trúa að maður nái þessum markmiðum. Gott er að muna samhliða þessu að maður breytir ekki öðrum en maður getur breytt sjálfum sér og framkallað þannig annars konar viðbrögð frá umhverfinu. Áhrif hugsana, skoðanaorku og frágeislunar á umhverfið held ég að sé oft vanmetin. Ef hugsanir og orkan þeim tengd er neikvæð er hætta á að maður dragi að sér neikvæða hluti og að sama skapi ef hugsanir eru jákvæðar þá laði maður að sér jákvæða þætti bæði fyrir sjálfan sig og þá sem hugsunin nær til.

Eigið þið öll góðan og blessaðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Kolbrún - hún á afmæli í dag

Til hamingju með AFMÆLIÐ, megi dagurinn verða þér hamingju- og gæfuríkur, megi hann vera upphafið að stórum draumum, gæfu og vellíðan.

Hafðu það ætíð sem best.

Óttarr Makuch, 23.3.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Athyglisverð lesning Kolbrún. Hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Heiða Þórðar, 23.3.2007 kl. 09:14

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góð færsla, til hamingju með daginn skvísa.

Sigfús Sigurþórsson., 23.3.2007 kl. 09:36

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Til hamingju með daginn

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 23.3.2007 kl. 16:17

5 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn - njóttu hans vel

Björg K. Sigurðardóttir, 23.3.2007 kl. 17:38

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með daginn Kolbrún mín.  

Mikið vildi ég að þú sætir í eldhúsinu mínu núna og ég gæti rætt hirspuslaust við þig um hluti sem eru að væflast fyrir mér í sambandi við stubbinn minn.  Það er svo margt í þessum heimi sem maður er ekki alveg fær um að takast á við. Og á ekki endilega heima í pöntuðum tíma hjá sála, en þarf samt að greiða úr flækju.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2007 kl. 17:55

7 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Til lukku með daginn.

Fannst frekar óheppileg staðsetning á afmælistilkynningunni í Fréttablaðinu í dag. Örugglega margir haldið að þú værir dáin svona undir dánatilkynningunum. 

Ómar Örn Hauksson, 23.3.2007 kl. 20:38

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Hæ Kolbrún og til hamingju með daginn, megir þú njóta vel

Inga Lára Helgadóttir, 23.3.2007 kl. 22:29

9 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

já, kannski er ég bara dáin.
Ef svo, þá er þetta kveðja að handan.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 01:09

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já til hamingju með dagin felagi kolbrun/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.3.2007 kl. 11:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband