Blogg ætlað uppalendum

Ég hef í all mörg ár verið eins og þeytispjald með fræðsluinnlegg um samskiptamál og tengd málefni fyrir hinar ýmsu fagstéttir s.s.  starfsfólk frístundaheimila, starfsmenn íþróttamiðstöðva og sundlauga, starfsmenn skóla og íþróttaþjálfara, flokksstjóra... Ég hef í dag verið að undirbúa innlegg sem ég ætla að vera með í Áslandsskóla á mánudaginn.  Efnisyfirlitið er svona:
1. Barnið, algengustu vandamál og orsakir
2. Skólastarfið, eðli og kröfur
3. Forvarnir og fyrirmyndir
4. Agi og agavandamál
5. Kjarni góðra samskipta
6. Helstu reglur í uppeldismálum
7. Snertisamskipti

Ég ætla að deila með ykkur einum, tveimur uppeldisgullmolum ef þið gætuð nýtt ykkur í uppeldishlutverkinu.
Það sem óvart veldur stundum hegðunarvanda:
1. Barnið fær ekki umbun fyrir að sýna sérlega góða hegðun (dæmi: gleymist að taka eftir því og minnast á það)
2. Barnið fær umbun fyrir óþekkt (dæmi: gefið er eftir þegar barnið er búið að grenja nóg)
3. Barnið er óvart skammað fyrir góða hegðun (dæmi: barnið gerir eitthvað jákvætt en fær skammir fyrir að gera ekki betur eða eitthvað öðruvísi)
4. Barnið er ekki áminnt þegar það sýnir af sér slæma hegðun (dæmi: barn lemur systkini sitt og enginn segir neitt).

Hvernig skal áminna.
Áminning/athugasemdir skulu beinast að hegðuninni/atferlinu en ekki persónunni.
Mikilvægt er að gera ekki atlögu að persónuleika barnsins þegar verið er að ávíta það.
Segja: „Mér þykir óendanlega vænt um þig/elska þig en mér líkar hins vegar ekki hegðun þín“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.3.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þetta eru æðislegir punktar hjá þér Kolbrún Mjög mikilvægt að koma með þetta, því foreldrar og aðrir sem koma nálægt uppeldi barnsins eru oft ekki nógu meðvitaðir um hvað þeir eru að gera. 

Að koma skilaboðum vitlaust til skila getur haft mjög slæm áhrif á börn, sjálfsmynd þeirra og aðra þætti sem skipta að máli.

Bestu kveðjur frá Ingu

Inga Lára Helgadóttir, 24.3.2007 kl. 20:27

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Og sjáðu eitt, það er svo mart sem ég er búin að læra í námi mínu í félagsráðgjöf, mart sem ég hefði ekki áttað mig á nema að læra það. Mér var bent á nokkur foreldranámskeið hér áður, en þau voru svo dýr að ég réði ekkert við það. 

Mér finnst að ætti að bjóða ungum foreldrum frítt og jafnvel öllum verðandi og nýbökuðum foreldrum, hvort sem um ríka eða fátæka er að ræða, þetta er spurning um að börnunum líði vel og okkur í kjölfarið

Inga Lára Helgadóttir, 24.3.2007 kl. 20:47

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir að deila þessu með okkur, þetta er alveg í mínum anda, það væri gaman að lesa meira eftir þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 22:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband