Konur í vændi (breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna)

Ég er bara tiltölulega sátt við þessi nýju lög. Með því að gera hvorki kaup né sölu vændis refsiverð er minni hætta á að vændi fari neðanjarðar. Auk þess er auðveldara fyrir þann sem stundar vændi að bera vitni í málum gegn vændismiðlurum sem og mögulegu ofbeldi sem þeir sem stunda vændi kunna að verða fyrir af hálfu kaupenda.  Veigamesta atriðið í þessu er að einhver 3. aðili (melludólgar) geti ekki haft af þessu fé. Jafn mikilvægt er að taka af hörku á allri miðlun og auglýsingum. Hvað tveir fullorðnir einstaklingar (eldri en 18 ára) ákveða að gera sín á milli er síðan þeirra mál.
Hvað varðar afnám fyrningarfrestsins í alvarlegustu kynferðisbrotamálunum gagnvart börnum er einnig jákvæð breyting. Kannski leiðir það ekki til fleiri sakfellingar vegna þess hversu sönnunarstaðan er erfið þegar langt er um liðið en þetta hefur móralska þýðingu. Gerendur vita nú að hægt er að sækja þá til saka á öllum tímum, þeir eru sem sagt aldrei sloppnir. Kannski það stoppi einhverja þeirra.
Ég er einnig afar sátt við að nú hefur kynferðislegt áreiti s.s. að þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns verið lögfest. Þessi atriði voru áður ætíð á gráu svæði í lagakerfinu. Margt jákvætt má segja um þessar nýju breytingar.
Vildi bara að þær hefðu litið dagsins ljós miklu fyrr.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hefur vændi verið ofanjarðar??? Þessi hundalógík (fyrirgefðu orðbragðið) dugar skammt til að réttlæta þessi örmu lög sem ýta enn frekar undir mansal. Heldur þú Kolbrún að við eigum að lögleiða fíkniefni með sömu rökum og þú notar hér, þe að koma í veg fyrir að þau séu neðanjarðar. Ef nei hver er munur á þessu tvennu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nei Jenný  við eigum ekki að lögleiða fíkniefni hvorki með þessum rökum eða öðrum.
 Fagna hins vegar þessari umræðu, vona að fleiri taki þátt í henni. Því fleiri sjónarmið því skemmtilegra

Kolbrún Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 13:18

3 identicon

Staðreyndin er sú að vændi hefur verið til staðar í miklu mæli hérlendis og verið neðanjarðar og þannig skapað tekjulindir fyrir glæpamenn.   Með því að gera þetta löglegt batnar a.m.k. réttarstaða þeirra sem stunda það að selja sig.  Það segir sig sjálft.   

Ég hef ekki séð nein góð rök fyrir því að mansal aukist við þetta - bara "hundalógík" eins og e-r sagði hér að ofan.   Mansal er ólöglegt áfram.

Hvað eiturlyfin varðar, þá er spurning hvort ekki verði að gera breytingar þar, því þær aðferðir sem eru í gangi í baráttunni gegn þeim eru augljóslega ekki að virka.   Ráðast þarf að rót vandans, þ.e.a.s. glæpamönnunum sem græða stórfé á þessu; að eyðileggja líf annarra.   Sennilega yrði það best gert með því að eyðileggja markaðinn á e-n hátt fyrir þeim.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 13:58

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég veit ekki hve hrifin ég er af þessu, ég get ekki betur séð en þetta muni auka vændi almennt....

Inga Lára Helgadóttir, 25.3.2007 kl. 20:08

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kolbrún, þú hefur nú samt ekki svarað hver sé munurinn á að 2 fullorðnir (allavega 18) SKIPTIST Á FÝKNIEFNUM???????????????????????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.3.2007 kl. 22:30

6 identicon

Markaðurinn fyrir vændi stækkar ekkert við þessa lagabreytingu - hvers vegna ætti hann að gera það annars?   

Sala og dreifing fíkniefna eru almennt talin mun alvarlegri glæpur heldur en kynlíf tveggja eða fleiri einstaklinga.    Þér finnst það kannski ekki Anna? 

Sigurður J. (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 22:40

7 identicon

Ég lít svo á að kaup á "kynlífi" séu ólögleg. Samanber: l.nr. 19/1940  196. gr. [Hver sem notfærir sér geðveiki eða aðra andlega annmarka manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.]1)

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 23:08

8 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Það á bara við ef þú telur að allir sem selja líkama sinn séu geðveikir eða þroskaheftir Kristján. Veit ekki um marga þannig sem stunda þessa iðju. Fáránleg rök hjá þér.

Ómar Örn Hauksson, 25.3.2007 kl. 23:43

9 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Vændi í litlu landi verður alltaf dulið eða neðanjarðar held ég. Vegna þess að mörgum finnst þetta yfirleitt ekki í lagi siðferðilega. Vændi er ekki í lagi vegna þess að það eyðileggur sjálfsvirðingu og sálarlíf konunnar. Reyndar kaupandans líka þótt það sé ekki jafn augljóst.

Ég er hræddur um að margar stúlkur, einstæðar mæður og einstæðingar muni freystast til að selja sig sem annars hefðu ekki gert það. Jafnvel fólk í spennufíkn og bara almennt í lífsvanda. Finnst mönnum það bara í lagi? Svo munu líklega einhverjar konur koma að utan v. ábendinga um að þetta sé orðið löglegt. Það tekur kannski nokkar mánuði eða ár. Lögin eru siðferðilegur vegvísir ( eins og öll lög auðvitað) og við gætum fengið mikil vandamál vegna þessarrar löggjafar. Aukna kynsjúkdóma ma. AIDS.

Varðandi melludólgana er gott að þeir teljist sekir en nútíma vændi er mikið stundað á netinu gegnum duldar auglýsingar og hint. Milliliðir eru ekkert endilega nauðsynlegir. Þetta er alþekkt td. á einkamálasíðum. Nei, ekki líst mér á þetta.

Guðmundur Pálsson, 26.3.2007 kl. 00:57

10 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Mér finnst hálf fyndið hvað margir hérna fara strax að hrópa dauða og djöful og allt muni fyllast af mellum, innlendum sem erlendum. Ég held að magnið eigi ekki eftir að breytast mikið, svo miklir eru fordómarnir gegn þessari iðju.  

Ekki veit ég hvernig það kemur inn í þessa umræðu að útlendir aðilgar eigi eftir að hópast hingað til að stunda vændi því að ég held að þessi lög eigi aðeins við um Íslenska ríkisborgara. Sem þýðir að sá útlendingur sem kemur til landsins verður að fyrst að fá ríkisborgararétt, hversu lengi sem það tekur, stofna VSK númer og koma sér inn í kerfið til þess að verða skattlagt.

Höfundar tillögunar verða að sjálfsögðu að sjá til þess að rétt veri farið að lögunum og í raun ættu að hafa þau sérstaklega ströng ef þetta á að vera löglegt áfram. En mig grunar að þessum lögum verði breytt á næstunni.

Hefur verið gerð könnun á því hvernig fólkið í landinu lýst á þessi ný lög?

Ómar Örn Hauksson, 26.3.2007 kl. 01:58

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er ótrúlegur gjörningur og rökstuddur á fullyrðingum, sem eiga sér engan grunn í veruleikanum.  Er von til þess að vændi verði á yfirborðinu eðli málsins samkvæmt?  Hvers vegna voru álit fræðimanna ekki virt viðlits í þessu máli, sem bentu til þveröfurgrar tilhneigingar en óskhyggjuályktanir ykkar.  'Eg á ekki orð til að lýsa þessu bulli.  Hér er verið að ýta undir úrræði örvæntra þjóðfélagshópa til framfærslu og tekjuöflunar vegna ávanabindingar eiturlyfja.  

Feministar sem sjá klám og misnotkun í öllu samhengi þegja nú þunnu hljóði. Hvaða ósamkvæmni er það?  Má ekki líka leyfa fólki að selja sig í þrældóm?  eru bara sumir hópar sem eiga rétt á mannlegri reisn en öðrum nógu gott að lifa í niðurlægingu? 

Halda menn að vændiskonur og menn kjósi þetta starf af metnaði og fagmennsku? Hvað með heilbrigðiseftirlit?  'Eg mun aldrei kjósa þá sem stóðu að þessum gjörningi, svo mikið er víst. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 05:29

12 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta er búið að vera áhugaverð skoðanaskipti.
Vændi hefur alltaf verið til og mun alltaf verða alveg sama hvernig löggjafinn er og hvaða orsakir kunna að liggja að baki hjá þeim sem stunda vændið. Það sem mér finnst að hljóti að standa upp úr er að standa vörð um börn í þessu sambandi. Við höfum þar til þau verða 18 ára til að hlúa að þeim andlega og líkamlega, fræða þau og næra og þannig vonast til að þau þurfi aldrei svo mikið sem að leiða hugann að einhverju sem kallast vændi. Ef við sem samfélag stöndum okkur að þessu leitinu til þá myndi ég halda að færri finni sig í þessum aðstæðum en ella. Hvað varðar hina fullorðnu sem stunda vændi þá finnst mér jafnframt að ef þessi hópur verður fyrir ofbeldi af einhverju tagi eigi viðkomandi að finna sig öruggan með að kæra. Væri bannað að selja og kaupa vændi, er líklegt að þolandi ofbeldis og kúgunnar þessu tengdu myndi ekki treysta sér að koma fram með það sem sagt, ofbeldið héldist neðanjarðar. Ofbeldi er refsivert hvar og hvenær sem því er beitt. Hvað varðar sænsku leiðina svo kölluðu þá hefur engin önnur þjóð tekið hana upp. Hvers vegna ekki?

Kolbrún Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 08:58

13 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Hérna er linkur á hvernig þeir gera þetta í Nevada fylki í bandaríkjunum.

Vændi í Nevada. 

Ómar Örn Hauksson, 26.3.2007 kl. 13:11

14 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég get ekki hugsað mér annað en að þessi lögleiðing verði til þess að ungar stúlkur líti á vændi öðrum augum ef þær hafa gert hingað til, mér finnst vera að gera konur að kynlífsdúkkum og er þetta virkilega það sem koma skal....... hvernig spyr ég, það er búið að lögleiða þetta... En ég er mjög óánægð með þessi lög og mér finnst þetta niðurlæging fyrir okkur konur hér á landi, eða þannig upplifi ég það

Inga Lára Helgadóttir, 26.3.2007 kl. 18:08

15 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Það góða við hverngi staðið er að þessu í Nevada fylki er það að með þessu minka smithættur, barsmíðar og misnotkun á kvenfólkinu svo um munar, þú hlítur að sjá það á þessu. Það má hinsvegar sjá margt að hvernig greiðslum er dreift á marga aðila. Finnst mér fáránlegt að leigubílstjóri fái hluta af þessu.

"Er gott eða slæmt að senda fórnarlömb vændis reglulega í lækniseftirlit meðan það er ljóst að það eru þorskarnir sem eru að smita þær!?  Af hverju þurfa þeir ekki líka að skila læknisvottorði!?"

Fyrirgefðu, las Elísabet ekki að síðan að skildan við að nota smokka var lögleidd árið 1986 þá hefur ekki einasta vændiskona smitast með alnæmi. Hvað finnst Elísabetu? Gott eða vont?

Það sem ég var að benda á er að ef að þessir hlutir eigi eftir að þróast í þessa átt (sem ég stór efast um) þá væri þetta góð leið til þess að fara. Myndir þú virkilega segja að þetta væri ekki skárri kostur fyrir fólk sem stundar þetta ef þetta verður framtíðin?

Þú verður að fyrirgefa en ég set spurningarmerki við áhrifamátt sjónvarpsmyndar frá Lifetime Channel. Eru ekki til heimildarmyndir um efnið sem þú hefðir geta bent á í staðin fyrir afþreyingarmynd með boðskap og Donald Sutherland? Lilja 4 Ever á hinn bóginn er sterk mynd. 

Ómar Örn Hauksson, 26.3.2007 kl. 20:19

16 identicon

 

Hvernig á að skýra fyrir kynferðislegamisþroska mönnum á borð við Ómar áhrif vændis á fólk.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 20:32

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ómar: " Minnka smithættur, barnsmíðar og misnotkun á kvenfólkinu", eiga konur að vera þakklátar fyrir minimaliseringu á áhættu?  Að þær geti þá unað glaðar við sitt?  Lestu þér til maður og notaðu raunsýnisgleraugun og það á við um alla þá sem reyna að verja það að menn skuli kaupa konur (og börn líka margir hverjir) til kynferðislegra athafna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 21:02

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er ekkert búin að mynda mér skoðun á hvar vændi skuli vera í lögunum..en er sannfærð um að ef það er leyft þá eru karl og kona jafnsek og ef það er ekki leyft þá er kaupandi sekari!...

En hví ekki að leyfa fýkniefni efti 18 ár aldur??

Spyr enn og aftur , því ég hef ekki komið auga á svar? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2007 kl. 21:19

19 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Jenný. Já þær geta verið þakklátar fyrir það að iðjan sem þær kjósa eða neyðast til að vinna við sé hættuminni vegna þess að hún er undir eftirliti stjórnvalda. Og ekki halda það að ég sé að verja nokkurn skapaðan hlut í þessu máli. Ég er að reyna að benda á að EF þróunin verður til þess að vændiskonum/körlum muni fjölga þá væri þetta betri leið að verja þau frá hættunni sem steðjar annars af ólöglegu vændi. Ég er ekki fylgjandi vændi en ég er heldur ekki blindur á það að það væri hægt að gera þetta hættuminna ef staðan væri eins og í útlöndum.

Kristján. Það þýðir ekki að vitna í lög sem á við um þroskahefta og geðveika til þess að réttlæta þína skoðun. Þau á bara ekki við. Mig langar til að segja þér að troða þessu "kynferðislegamisþroska" kommenti þínu upp í rassgatið á þér en ég er betri maður en það.

Elísabet. Þessi rök eiga við nánast allt. Það nota ekki allir bílbelti þótt að þau séu skilda og hversu margir hafa dáið vegna þess að þau keyra of hratt? Það er ólöglegt en fólkið langaði til að gera það. Einnig hafa bílbelti ekki bjargað öllum. Málið er að ef að menn vilja eitthvað sérstakt þá finna þeir leið til þess að gera það hvort sem það er löglegt eða ekki það á við um alla hluti. Það er ekki hægt að stoppa það alveg en það er hægt að draga úr því.

Ég er ekki fylgjandi vændi í neinni mynd og geri mér fullkomlega grein fyrir því að meirihluti þeirra sem stunda það gera það út af neyð. Er þá ekki betra að gera því auðveldara fyrir og hjálpa því á þennan hátt? Ég veit að þú villt banna þetta allt og ég sömuleiðis en ég geri mér grein fyrir því að þetta mun aldrei verða stöðvað og þá væri betra að gera þetta hættu minna fyrir þau sem stunda þetta. Ekki satt? Þá væri Sænska leiðin sennilega betri kostur.

Og takk fyrir kvikmynda ábendingarnar, þær líta vel út. 

Ómar Örn Hauksson, 26.3.2007 kl. 23:30

20 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Og ég bið Kolbrúnu afsökunar á orðbragðinu hérna fyrir ofan.

Ómar Örn Hauksson, 26.3.2007 kl. 23:31

21 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Jú ég skil hvert þú ert að fara Elísabet. Það er því miður mannlegi þátturinn sem er vandi allra laga og hugmynda sem reyna að gera fólki gott og afskalplega erfitt að koma í veg fyrir það. 

Ég geri ráð fyrir því að þetta frumvarp verði mikið breytt, ef ekki algerlega hent út á næsta þingi. 

Ómar Örn Hauksson, 27.3.2007 kl. 12:22

22 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég syrgi enn þessa ömulegu stefnu

Inga Lára Helgadóttir, 27.3.2007 kl. 19:27

23 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það er ekki á allt kosið í þessum efnum sem svo mörgum öðrum á þessu viðkvæma sviði.  Ég er ekki eins sannfærð og sumir aðrir hér að ofan að þessari lagabreytingu verði fleygt út á næsta kjörtímabili. Mér finnst kannski kjarninn í þessu vera sá að með henni er  ekki  hægt að sækja þá til saka sem stunda vændi. Það segir sig sjálft hvernig komið væri ef þeir sem væru að selja sig væru hundeltir af laganna vörðum, ákærðir og dæmdir.
Í kjölfar þessarar lagabreytingar myndi mig langa til að sjá ákveðið ferli fara af stað sem miðast að því að teygja okkur út eftir þeim sem stunda vændi og bjóða þeim heilstæða aðstoð þannig að þau geti breytt aðstæðum sínum til hins betra.  
Í mínu starfi hef ég einna helst orðið vör við að ungar stúlkur já og drengir líka selji sig til að fjármagna neyslu sína. Þegar þannig er komið er neyslan orðið mjög alvarleg og viðkomandi ungmenni fórnar öllu til að komast í vímu.

Kolbrún Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 19:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband