Húrra!! Bráðum er hægt að fara á kaffihús sem er án reykjarstybbu.

Nú fer að líða að því að hægt verði að fara á kaffihús, veitingastaði og bari sem ekki eru fullir af reykjarfýlu.  Ég hlakka til. Þvílíkur lúxus, nú kemur maður bara heim af þessum stöðum og þarf ekkert endilega að fara í sturtu til að ná af sér stybbunni eða setja endilega fötin í þvott. Ein vinkona mín sem var að fara á krá með vinum sínum ákvað að fara í gömlu kápunni sinni sem hún er löngu hætt að nota því þá myndi hún ekki þurfa að splæsa hreinsun á kápuna sem hún gengur dags-daglega í.
Enda þótt veitingastaðir og kaffihús hafa haft afmörkuðuð svæði fyrir reykingarfólk þá smitaðist reykurinn og lyktin ávalt um allan staðinn. Á krám og börum er í raun algerlega ólíft þegar líða tekur á kvöldið. Þetta er því það eina sem dugar. Ég veit að margir eru ekki sáttir við þetta. Ég hef þá von og trú samt að þeir aðlagist og að þetta verði til þess að þeir dragi úr reykingum sínum og helst hætti alveg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Algerlega sammála þér, óþolandi að koma heim lyktandi eins og öskubakki, algerlega komin tími til að lofta út og hleypa góða loftinu inn á skemmtistaðina

Hans Jörgen Hansen, 31.3.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Hafliði

Hef tekið forskot á sæluna með því að búa í Skotlandi í vetur. Skotar héldu upp á eins árs reykingarbann núna um daginn. Þetta er allt allt annað líf. þrátt fyrir hrakspár hefur þetta gengið afar vel fyrir sig. Það er samdóma álit allra, líka reykingarmanna.

Hafliði, 31.3.2007 kl. 11:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála ykkur, það er óþolandi bæði að lykta eins og strompur eftir kvöld á barnum, og eins að anda að sér þessaru stybbu.  Hún er óþægileg ofan í lungun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 12:18

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég ætla að Húrra með þér Kolbrún ég hef algerlega sleppt því að mestu að fara á kaffihús, ekki nóg að þeir sem sitja þar inni angi eins og öskubakkar þegar þeir koma út, heldur líður mér mjög illa eftir að sitja í reyk, bæði mjög þurr í augum og hálsi og veð jafnvel rám En ég var samt að hugsa um hvernig yrði sótt á staðina eftir að þessu lög tæku gildi ? hvað heldur þú Kolbrún ?

En ég ætla bara að brosa breitt og fara loksins á kaffihús og njóta mín

Inga Lára Helgadóttir, 31.3.2007 kl. 12:33

5 identicon

Heil og sæl, Kolbrún og aðrir skrifarar !

Djöfullinn hafi það, enn eitt helvítis bannið. Hvers eigum við stórreykingamenn að gjalda ? Kolbrún mín, það þýðir ekkert að benda okkur á, að við getum bara hætt reykingum, það hættir enginn reykingum, fyrr en hann sjálfur, og skrokkurinn sé tilbúinn, til þess.

Enn eitt dæmið, um Framsóknar sóðaskapinn, í landinu. Hvað verður bannað næst ? Væri nær, að banna sölu áfengis; bölvaldur allra bölvalda, ekki satt Kolbrún ?

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 13:43

6 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Já þetta verður helvíti þægilegt. Ekki held ég að veitingastaðir verði af bisness af þessu, þá helst sígarettu sölu sem er á okurverði á mörgum stöðum. Það verða engir staðir sem bjóða upp á reykingaraðstöðu þannig að fólk getur ekki fært sig annað. Það verður hinsvegar fróðlegt hvernig eigendum róna staðarins Skuggabars, eða hvað sem hann heitir, mun ganga að halda banninu uppi.

Ómar Örn Hauksson, 31.3.2007 kl. 16:14

7 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það eru bara ca. 20 % fullorðinna sem reykja þannig að við þessi reyklausu höfum verið kúguð af litlum minnihluta. 

Þóra Guðmundsdóttir, 31.3.2007 kl. 20:58

8 identicon

Óskaplega verð ég fegin þegar reykingarbannið verður að veruleika. Er farin að telja niður.

Ekki bað ég ykkur að byrja á þessari óhollustu, og þessvegna vil ég vera ómenguð af ykkar ávana

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 23:40

9 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

En það er okkar réttur að reykja og afhverju er í lagi að taka þann rétt af okkur ef að það er löglegt að kaupa sígarettur og reykja þær?

Það er enginn að stoppa þig að fara ekki á þá staði sem leifa reykingar.

Það er hins vegar svolítið skrítið að reykingum hafi ekki verið algerlega bannaðar fyrir löngu síðan. Hvað eru margir sem bera einhverja hagsmuni gagnvart reykingum? 4-5 fyrirtæki sem eru með umboð á ákveðnum sígarettu tegundum sem dreifa þessu í gegnum ríkið. Ég held að það séu örugglega svona 50 manns í mesta lagi sem myndu missa vinnuna ef að reykingar yrðu bannaðar með öllu og það er ekki nóg til þess að leifa því að ógna heilsu almennings. Ég yrði sáttur ef að þetta yrði bannað með öllu.

Ómar Örn Hauksson, 1.4.2007 kl. 04:22

10 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já mér finnst það einkennilegt að reykingar hafi ekki verið settar í svipð lög áður, en ég get ekki réttlætt það fyrir mér að þeir sem reyki megi bjóða okkur hinum upp á það andrúmsloft og líkur á krabbameini vegna óbeinna reykinga...... en það eru bara mín viðhorf. Þegar ég reykti, þá fór ég jafnvel með öðrum á staði þar sem mátti ekki reykja og þá fór ég bara út til þess, en auðvitað var þetta voðalega þæginlegt, ég segi það ekki

Inga Lára Helgadóttir, 1.4.2007 kl. 10:17

11 Smámynd: Ísdrottningin

Ég hef aldrei geta skilið þá heimtufrekju reykingamanna að af því það eru þeirra mannréttindi að reykja, megi þeir fótum troða mannréttindi þeirra sem vilja anda að sér ómenguðu lofti.  Af hverju eigum við alltaf að víkja þegar það eruð þið sem eitrið andrúmsloftið okkar með sjálfselsku og ótillitsemi.

Úff, þetta málefni sem nær mér auðveldlega á flug.      Öll börnin sem ekki eiga nema gott skilið en eiga foreldra sem eitra fyrir þeim loftið sem þau anda að sér! *fæ hroll*  Ég held að það sé hámark sjálfselskunnar og nú ætla ég að hætta áður en ég set allt á annan endann.

Ísdrottningin, 2.4.2007 kl. 15:18

12 identicon

Ágætur vinur minn sem er flugmaður og flýgur víða um lönd fyrir erlent flugfélag sagði mér frá því er hann kom fyrst inn á írska krá eftir reykingabann. Og sjálfur reykir hann ekki. "Nú þarf maður að umbera aðskiljanlegar kroppalyktir, eins og andfýlu, táfýlu, svitalykt og allskonar vindgangsóþef. Má ég þá frekar biðja um léttan reykjarilminn." Auðvitað er þetta reykingarbann framkvæmt með yfirgengilegum þjösnaskap þar sem allar reglur um meðalhóf eru brotnar. Engin rök eru fyrir því að takmarka rétt veitingamanna til að heimila reykingar á sínu svæði. Breyta þar lögunum og setja í þau undanþáguákvæði. Þá munu allir sáttir sitja. Bæði þeir sem reykja og svo hinir.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 18:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband