Þriðja Táknið, bókin á náttborðinu

Kannski er ég smá skrýtin. Ég hef verið með bókina, Þriðja Táknið eftir hana Yrsu Sigurðardóttur á náttborðinu nú bráðum í 2 mánuði. Lesturinn gengur hægt því mér þykir bókin afburða leiðinleg. Þessi bók hefur farið sigurför um heiminn og búið er að þýða hana á fjölmörg tungumál nú síðast á Kínversku. Ég trúi því þess vegna varla að ég er að  „krebera “ yfir þessari bók.
Hvað er málið hér? Hvernig má það vera að „allir“ eða alla vega mjög margir dásama þessa bók á meðan ég virðist varla ætla að geta lokið við að lestur hennar?  Strax í upphafi fannst mér innihaldið (lýsingar á morði) skjóta langt yfir markið t.d.  hvað varðar ógeðslegheit og síðan hef ég einfaldlega aldrei upplifað neina spennu við lesturinn, ekki einu sinni væga spennu eða eftirvæntingu. Meintir morðingar frekar en morðingi  en ég tek það fram að ég er nú í þessum skrifuðu orðum á bls. 270 af 351, virðast vera samnemendur hins myrta,  háskólanemar sem hafa verið að fikta í kukli ásamt þeim sem myrtur var.
Gott ef ég næ að lesa eina blaðsíðu í kvöld og kannski aðra á morgun osfrv.  Ég mun því ljúka lestri bókarinnar einhvern tímann undir vorið. 
Fyrirgefðu Yrsa, ég sé að þú hefur gott tak á íslenskri tungu og mörg orðatiltæki og hugsun þeim að baki eru snjöll, en efnið, þráðurinn og/eða lýsingarnar (veit ekki hvað af þessu nema allt sé) eru a.m.k. hvað mig varðar lítt skemmtilegt að lesa. Ég skal samt klára bókina þó ekki nema á öðru en þrjóskunni.
Ég hef lesið allar bækur Arnaldar og gengið ágætlega að ljúka þeim enda þótt þær hafi að sálfsögðu verið mismunandi. Ég er viss um að Yrsa er gott efni í rithöfund. Að mínu mati fór hún bara of bratt svona í fyrstu lotu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband