Sálfræðin að baki þess að hjálpa ekki náunganum á neyðarstundu.
5.4.2007 | 10:17
Ráðist var á 16 ára pilt og kærustu hans í strætóskýli í Breiðholti. Árásin var með öllu tilefnislaus og árásarmennirnir ókunnugir. Pilturinn sem á var ráðist reyndi að vekja athygli vegfarenda, bíla sem óku fram hjá en aðeins einn stöðvaði bifreið sína og hóf að flauta á hópinn. Það styggði árásarmennina og betur fór því en á horfðist.
Sálfræðin að baki þess að koma ekki til hjálpar á neyðarstundu.
Það er flókið sálfræðilegt ferli sem gerist hjá þeim sem verða vitni af ofbeldi og hvernig þeir bregðast við. Heilmikið er búið að rannsaka og skrifa um þetta fyrirbæri. Rannsóknir hafa falist í því m.a. að láta einhvern liggja við vegabrún sem væri hann stórslasaður eða látinn og telja hvað margir bílar einfaldlega aka framhjá. Niðurstöður eru sláandi.
Eitt gamalt skólabókardæmi er reyndar tekið úr raunveruleikanum. Ráðist var á konu á götu einni í New York. Hún hljóðaði og tókst að sleppa nokkrum sinnum úr höndum árásarmannsins sem náði henni jafnhraðan aftur. Margir í nærliggjandi húsum komu út í glugga og fylgdust í dágóða stund með hvernig kötturinn lék sér að músinni. Enginn kom henni til hjálpar. Einhver hringdi á neyðarlínuna en þegar lögreglan kom var það um seinan. Árásarmanninum tóks að drepa konuna fyrir framan fjölda áhorfenda.
Mörg okkar skilja þetta alls ekki og spyrja, hvað gengur eiginlega að fólki? Hversu kalt getur það verið? Er því bara alveg sama um náungann?
Ég tel að þetta sé ekki alveg svona einfalt. Það sem gerist í huga þeirra sem koma að svona löguðu er fyrst og fremst einhvern veginn svona hugsun:
Víst enginn stoppar (hefur stoppað) og hugar að þessu þá er þetta örugglega ekkert sem þarf að huga að eða því ætti ég þá að gera það.
Sem sagt, litið er til hinna sem koma líka að eftir fordæmi til að fylgja eftir. Séu margir sem hugsa svona þá stoppar enginn þeirra til að hjálpa. Myndi sá fyrsti sem kemur að ekki hugsa svona og stoppa til að hjálpa þá kæmu mjög líklega fleiri fljótlega í kjölfarið.
Annað sem gerist er að fólk er hrætt við að blanda sér í deilur annarra. Það vil ekki verða eins og sagt er á enskunni involved. Það ætlar ekki að fara að flækjast inn í einhver leiðindi sem jafnvel gæti dregið dilk á eftir sér. Það sjálft kann að vera að flýta sér og má ekki vera að því að standa í neinu veseni. Svo kemur hugsunin: víst enginn annar sér ástæðu til að gera nokkuð, þá kemst ég líka upp með að bara aka áfram og láta sem ég hafi ekki tekið eftir neinu.
Svo er hitt að stundum kveikir fólk ekki á perunni. Það er sjálft hugsi um sín mál og þangað sem það er að fara og hreinlega fattar ekki hvað er að gerast beint fyrir framan nefið á því. Þetta eftirtektarleysi er mikið til vegna þess að það á ekki von á að upplifa neitt þessu líkt akkúrat á þessari stundu. Það er jú ekki á hverjum degi sem maður ekur fram hjá einhverri svona uppákomu.
Um þetta mætti ræða mikið meira enda er þetta einstaklega áhugavert fyrirbæri. Ef við myndum ræða þetta oftar og skoða nánar hvað gerist í hugum fólks undir svona kringumstæðum þá tel ég að við öll værum betur undir það búin að bregðast við svona óvæntum atburðum. Við skulum samt varast að draga þær ályktanir að þeir sem ekki stoppa og hjálpa sé bara eitthvað vont fólk. Málið er flóknara en það. Svo skulum við ekki gleyma þeim fjölmörgu sem hafa hætt lífi sínu til að hjálpa fólki sem það þekkir hvorki haus né sporð á. Um það eru fjölmörg dæmi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:29 | Facebook
Athugasemdir
Ég var enmitt með hugann um morðið á Kitty Genovese í New York árið 1964 og þú ert að vitna til, í pistli mínum í fyrradag.Sennilega er helsta ástæðan sú að fólk vill ekki „blanda sér í“ atburðarrás sem það þekkir ekki en ég held að það vegi líka þungt að fólk veit í raun ekki hvernig það á að bregðast við. Það veit því síður forsöguna ef um er að ræða átök eins og það sem gerðist í strætisvagnaskýlinu og vill kannski ekki lenda í miðjum áflogum.Það er enn óskiljanlegra þegar vegfarendur sinna ekki fólki í bráðri neyð eins og margtoft hefur komið upp. Ég mintist bara á tvö dæmi af fjölmörgum í blogginu mínu.Samt er á hreinu að þetta sem kallað er „bistander effect“ á sér örugglega marga fleti og því ekkert eitt sem hægt er að setja fingurinn á í þessu sambandi.
Víðir Ragnarsson, 5.4.2007 kl. 11:14
Tek undir það með ykkur að þetta er afar áhugavert fyrirbæri og ég man að í BA náminu mínu í sálfræði þá er þetta eitt af þeim dæmum sem ég mun aldrei gleyma og hef því ítrekað fyrir öllum mínum nánustu að taka alltaf af skarið og bregðast við, þrátt fyrir að 100 bregðist við einhverju er það alltaf miklu betra en enginn geri það. Góð síða hjá þér Kolbrún og gott að vekja athygli á velferðarmálunum.
Kristbjörg Þórisdóttir, 5.4.2007 kl. 12:44
Ég var á Sjallanum að hlusta á Magna og félaga í gærkvöldi. Stelpa og strákur byrja að takast á, og ekki í góðu. Ég býð og sé hvort málin leysast ekki að sjálfu sér en þegar ljóst er að allt er á leiðinni á versta veg asnast ég til að ganga á milli þeirra.
Nú, þá náttúrulega réðust þau bæði á mig enda reyndist þetta vera par og slagsmál eru greinilega daglegt brauð á þessum bæ. Dyraverðir tóku fljótlega stráksa og hentu honum út. Um afdrif hans um kvöldið er hægt að lesa á mbl.is. Stelpan réðst á mig fílefld, enda er kvenfólk mikið fyrir að ráðast á mig og ekki með gott eitt í huga. Ég var svo heppinn að vera ekki einn á svæðinu og kunningi minn ætlar að leika heimska miskunsama samverjan líkt og ég hafði gert andartaki áður.
Skiptir þá engum togum en dyraverðirnir taka kunningja minn og henda honum út líka. Okkur félögunum varð þá ljóst að líklega myndi stelpunni takast að láta henda öllum á ballinu út ef við hreinlega forðuðum okkur ekki, sem og við gerðum. Ég er ekki frá því að stúlkunni hafi síðar verið hent út enda skemmti ég mér ágætlega það sem eftir lifði kvölds... þá fámennt væri.
Nú boðskapur þessarar sögu, a.m.k. hvað varðar skemmtanalífið á Íslandi er sá að ef þú ert ekki beinlýnis í vandræðum ekki koma þér í þau. Hjálpsemi er löstur.
Drengur (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 13:03
Ég er svo sammála þér, Kolbrún. Ef ég myndi sjá þetta myndi ég fyrst hringja í lögregluna og fara svo út úr bílnum og gera mitt besta til þess að stoppa þetta af, því ég verð svo reið þegar ég er að lesa um svona og fólk skuli ekki geta stoppað og hjálpað.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.4.2007 kl. 14:43
takk fyrir góða umfjöllun. einsog ástandið er að verða í dag þá hefur maður enga afsökun fyrir því að vera utan við sig, maður gæti óvart labbað framhjá einhverju svona og með því gæti ég ekki lifað! En einsog Drengur bendir á þá getur það verið hættulegt, sérstaklega eftir því sem steranotkun eykst og þannig. Vinir mínir hafa verið að segja mér sögur af tilefninslausu ofbeldi sem þeir hafa næstum orðið fyrir af hendi ókunnugra sem brjálast útaf einhverju sem skiptir engu og þetta er að gerast um hábjartan dag, við erum einhvernvegin viss um að þetta séu sterar og etv eitthvað meira, en hvað veit maður? Ég held það samt...
halkatla, 5.4.2007 kl. 14:45
Karlmaður ekur jeppa löturhægt niður Laugaveg, ákaflega feit kona bíður þess að komast yfir. Hleipir hann henni yfir?
Annar karlmaður gengur sömu leið, í því er ráðist á mjög flott ríðildi. Kemur hann ríðildinu til hjálpar?
Þriðji gengur enn sömu leið ráðist er á mann á sextugsaldri. Kemur hann honum til hjálpar?
Sá fjórði gengur ögn ofar þegar ráðist er á Jóhannes Jónsson í Bónus. Kemur hann honum til hjálpar?
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 20:30
Kjarkleysi og sjálfselska eru vaxandi vandamál í þjóðfélaginu. Fólk kærir sig kollótt um vandamál samborgaranna.
Hvernig getur fullfrískur karlmaður með vott af sjálfsvirðingu horft upp á að fólki sé misþyrmt og limlest fyrir framan augun á sjálfum sér án þess að ahafast neitt.
Yrði ég vitni að slíku rynni á mig berserksgangur og skipti þá engu hve margir ættu hlut að máli. Einhverjir myndu snýta rauðu spái ég.
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:34
Ég tek undir það að nauðsynlegt er að fylgja málinu eftir, bæði hvað varðar þessa sem fundu hjá sér hvöt til að stöðva bifreið sína, fara út og ráðast á krakka sem bíða eftir strætó. Sjálf er ég mjög forvitin að vita hvað þau sögðu þegar spurt var „af hverju gerðuð þið þetta?“ Þessum krökkum þarf að hjálpa svo mikið er víst. Þau hafa fest sig í reiði, illsku og biturleika. Ekki er ósennilegt að þeirra eigin aðstæður séu bágbornar. Þau halda að þeim sé sama um allt og alla. Sjaldnast er það þó þannig þegar maður kemst inn fyrir skelina hjá þeim.
Eins er umræðan um hverjir koma til hjálpar á raunastundu einnig af hinu góða. Ég myndi þó vilja sjá hana uppbyggilega þannig að hver og einn geti skoðað með sjálfum sér og spurt sig „hvað myndi ég hugsa í svona aðstæðum og hvað er líklegt að ég myndi gera og vildi gera osfrv?“ Með því að hugsa svona, hálfpartinn að setja sig stellingar er líklegt að við yrðum betur undirbúin ef við lendum í aðstæðum þar sem við þurfum að taka skyndiákvörðun. Að setja sig í spor og spá fyrir um eigin viðbrögð sem annarra leiðir til betri ákvarðantöku þegar og ef til kemur.
Kolbrún Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 10:59
Þú átt þakkir skilið fyrir að vekja athygli á þessu Kolbrún. Kjarkleysi og sjálfselska eru vaxandi vandamál í þjóðfélaginu segir Kári hér að ofan. Þetta skeytingarleysi fylgir þeim lífstíl sem við lifum og margir held ég að taki undir þetta. Ég held líka að vanti betri húmaníska menntun neðar á grunnskólastiginu.
Kannski vantar meiri siðferðis-umhugsun í stjórnmálin. Það þarf þó ekki að vera á kostnað frelsis ( þe. frelsis sem er einhvers virði ) Þetta er "í pípunum", ekkert síður en umhverfismálin sjá þessa síðu www.krist.blog.is Vel við hæfi nú um páskana. Gleðilega hátíð.
Guðmundur Pálsson, 6.4.2007 kl. 22:45