Áhrif skoðanakannanna á kjósendur

Það líður varla sá dagur nú að ekki birtast niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. Niðurstöðurnar eru æði mismunandi ekki hvað síst vegna þess að spurningarnar eru ólíkar og einnig vegna þess að úrtökin eru misstór. Margar aðrar breytur hafa jafnframt þarna áhrif.
Hvaða áhrif hafa niðurstöður almennt séð á kjósendur, hugsun þeirra, viðhorf og loks hverjum þeir greiða atkvæði sitt? Eflaust skiptir þetta engu máli fyrir flokkssbundið fólk sem ætlar sér að kjósa sinn flokk og hefur aldrei látið sér detta neitt annað í hug. Áhrifin eru hvað mest á þá sem eru óákveðnir, hafa jafnvel verið hlynntir einum flokki eða ákveðnum stjórnmálamanni/mönnum en eru einhverra hluta vegna nú ósáttir og eru að hugsa um að kjósa annað.  Ég ímynda mér til dæmis að því fleiri skoðanakannanir sem komast að þeirri niðurstöðu að Samfylkingin sé að dala og að Ingibjörg Sólrún sé að verða æ óvinsælli hafi þau áhrif að æ fleirri ákveði að kjósa ekki Samfylkinguna. Þó gætu einhverrjir hugsað málið akkúrat öfugt þ.e. að ætla að gefa Samfylkingunni einhvers konar samúðaratkvæði. Að sama skapi tel ég að því oftar sem heyrist að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu eða sé að bæta við sig þá vilji æ fleirri bætast í hópinn.
En og aftur er hér á ferðinni skemmtileg sálfræði. Svo er það hitt að ekkert er öruggt í þessum efnum fyrr en talið er upp úr kössunum. Hvernig væri nú þessi aðdragandi kosninganna ef engar skoðanakannanir væru gerðar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Jú, það er skemmtilegra að vera hluti af sigurliðinu og að sama skapi getur dregið úr krafti ef illa gengur. Andstreymið hvetur gott fólk til dáða en letur slóðana. Svo er að sjá hvort okkar fólk notfæri sér gott gengi með hæfilegri blöndu af stefnufestu og auðmýkt að afloknum landsfundi. Best að hreykja sér ekki um of.

Kveðja,

Ólafur Als, 9.4.2007 kl. 14:02

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er jú sammála þér, einnig má líka líta á sem svo að kannanir eru bara kannanir, það skiptir öllu máli hvernig útakið er valið og hve mikið hlutfall af því svaraði könnunninni, ef ákveðinn hluti svarar henni ekki, hvað á sá hópur sameiginlegt og af hverju svarar hann ekki ?

mér finnst gaman að fylgjast með könnunum, en hef alltaf ákveðnar efasemdir til þeirra, mundi vilja alltaf fá að sjá hve hátt svarhlutfallið sé...

Kveðja Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 9.4.2007 kl. 21:32

3 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Já, hvernig væri aðdragandi kosninganna án skoðanakannana? Ég hef oft hugsað um einmitt þetta sem Kolbrún talar um, að skoðanakannanir hafi áhrif á hvað óákveðnir kjósa. Kannski fólk fengi tækifæri til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um hvað það kýs?

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 10.4.2007 kl. 00:56

4 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Tek undir þetta hjá Kolbrúnu. Fjölmiðlar og skoðanakannanir eru ekki vitrænt fyrirbæri nema að litlu leiti. Áhrif þeirra eru að stærstum hluta vegna sefjunaráhrifa. Sefjun er algjört lykilatriði fyrir fólk að skilja ef það vill átta sig á því af hverju það aðhyllist einhverja tiltekna skoðun. Því ætti sérhver að spyrja sig. Er það vegna sefjunaráhrifa sem ég hugsa svo, eða er það vegna þess að ég hef óháð og af skynsemi komist að þessarri skoðun?

Guðmundur Pálsson, 10.4.2007 kl. 00:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband