Loksins eitthvað að gerast í sorphirðumálum hér á landi. Umbuna á þeim sem flokka rusl

Nú lítur svo út fyrir að vakning sé að verða í sorphirðumálum hér á landi. Breytingarnar eru komnar frá ESB og munu verða enn frekari hvati til endurvinnslu á Íslandi. Eins og málum hefur verið háttað nú henda sumir öllu beint í tunnuna á meðan hinir umhverfisvænu flokka eins mikið og þeir geta og leggja alúð við að koma flokkuðu rusli á rétta staði.
Mér finnst það sárlega hafa vantað að umbuna þessu fólki t.d. með því að lækka hjá þeim sorphirðugjaldið. Nú vottar fyrir þessari hugsun sýnist mér ef ég skil rétt það sem stendur í Mbl. í dag. Til dæmis ef þeir sem vilja hafa fyrir því að sækja sér sérstaka tunnu fyrir allan pappír þá væri hægt að lækka sorphirðugjald þeirra um ákveðna prósentu. Ef slíkt hvatningakerfi væri til staðar þá myndu þeir sem hingað til hafa lítið nennt að huga að þessum málum örugglega vilja nýta sér það.  Umbunarkerfi svínvirkar til að fá sem flesta til að taka þátt. Fordæmi nágrannalandanna hafa sýnt það.
Sjálf hef ég ekki verið mannanna best í þessum málum og ekkert liðið allt of vel með það. Það sem bjargar því að ég held þó andlitinu er að hænsnin hérna í garðinum fá allar matarleifar og við jú eggin í staðinn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er með svona poka til að henda blöðum og hinn er fyrir annað dót.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.4.2007 kl. 10:49

2 identicon

Heil og sæl, Kolbrún og aðrir skrifarar !

Hvernig, í ósköpunum dettur þér í hug; Kolbrún mín, að nokkur maður nenni að flokka sorp ? Ertu ekki að grínazt ? Þótti sjálfsagður hlutur, að brenna allt rusl, sem brennanlegt var, þá ég ólst upp á Stokkseyri, fram yfir 1970 ?

Er þetta ekki helvítis tepruskapur, og pempíuháttur í nútímanum ?

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Minn kæri Óskar, það er ekki í fyrsta sinn sem að þú nefnir Stokkseyri í skrifum þínum hér á blogginu. Segir að þú hafi alist uppá Stokkseyri.
Tímabært að þú vitir að ég kenndi við grunnskólann á Stokkseyri um 3ja ára skeið og ef marka má kynni mín af Stokkseyrarbúum myndu þau með glöðu geði flokka sorp enda vistvæn til hins ýtrasta. Það er verra með fólk eins og mig og þig

Kolbrún Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 19:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband