Það sem huga þarf að þegar barn hefur grunnskólagöngu

Góður undirbúningur undir grunnskólagöngu getur skipt sköpum fyrir líðan barns öll grunnskólaárin.
Það er eitt og annað sem mikilvægt er fyrir foreldra að huga að áður en skólinn byrjar í ágúst. Upplagt er einnig að nota sumarið til að kenna og þjálfa ýmsa þætti s.sÁ leið í skólann.:

Að getað bjargað sér í búningsklefanum
Skrúfa frá/fyrir sturtu
Þurrka sér
Passa upp á dótið sitt

Huga þarf sérstaklega að börnunum sem kvíða skólagöngunni.
Í þeim tilfellum er mikilvægt að foreldrar ræði við kennarann um að barnið sé kvíðið svo hægt sé að undirbúa fyrstu dagana í skólanum með tilliti til þess.

Dæmi um mótvægisaðgerðir sem geta hjálpað barninu:

Hafa samráð hvernig tekið er á móti barninu að morgni
Finna barninu tengilið í matsal/frímínútum
Biðja kennara um að hafa barninu nálægt sér í skólastofunni þar til það kemst yfir mesta kvíðann

Ef kennari á að geta veitt barni viðhlítandi stuðning hvort heldur vegna persónulegra þátta eða aðstæðna þá þarf hann að vita ef t.d.:

Barnið á við veikindi að stríða, skerðingu/fötlun
Sérþarfir, veikleikar/styrkleikar sem vitað er um á þessu stigi
Sérstakar venjur eða siði

Einnig:

Ef einhver í fjölskyldunni er langveikur
Ef nýlega hefur orðið andlát í fjölskyldunni, skilnaður eða aðrar stórar breytingar
Ef skilnaður stendur fyrir dyrum og hvernig umgengni muni þá verða háttað

Í 45 mínútna fræðsluerindi er farið er yfir þessi helstu atriði sem huga þarf að þegar barn byrjar í grunnskóla. Einnig verður farið nokkrum orðum um þroska og þarfir þessa aldurskeiðs, leiðir sem auka samskiptafærni foreldra við börn sín. Síðast en ekki síst hvernig foreldrar geta með markvissum hætti lagt grunn að sterkri sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna sinna.

Skólar geta pantað erindið með tölvupósti á netfangið:
kolbrunbald@simnet.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband