Ábyrgð lánastofnana

Lánastofnanir hafa verið iðnar við að vilja lána án tillits til hvort lántakinn sé borgunarmaður fyrir láninu eða ekki svo fremi auðvitað sem hann eigi eitthvað sem hægt er að ganga að, borgi hann ekki lánið. Lánastofnanir hafa líka blásið út. Því hærri sem skuldir heimilanna eru því meira moka lánastofnanir undir sig.
Á hverjum tíma er alltaf hægt að finna hóp af fólki, einstaklingum og fjölskyldufólki sem taka lán og aftur lán án þess að hugsa dæmið til enda þ.e. hvernig ætla ég að borga þetta lán? Fólk sem gerir þetta hefur lag á að ýta frá sér ákveðnum raunveruleika, bæla og afneita staðreyndum og hugsa sem svo „æi þetta reddast einhvernveginn“.  Þetta fólk lendir fyrr en síðar í greiðsluerfiðleikum, vítahring sem það losnar ekki úr og eftir stendur fjölskyldan sem getur ekki séð sér farborða.

Hvernig er hægt að stoppa svona vitleysu? Jú það er hægt að sporna við þessari neikvæðu þróun með mikilli og markvissri fræðslu sem helst ætti að hefjast strax á grunnskólastigi. Önnur leið er að lánastofnanir hætti að ota endalausum lánum að fólki með alls kyns auglýsingaherferðum og hætti jafnframt að lána fólki sem fyrirsjáanlegt er að getur ekki staðið í skilum.  Sá hópur sem ég vísa hér í virðist ekki geta staðist freistingar þegar það heyrir að nú sé hægt að fá 100% bílalán, 100% íbúðarlán, lán til að fara með fjölskylduna til útlanda, lán til að halda risastóra ferminarveislu osfrv. 

Enda þótt um fullorðið fólk er að ræða þá virðist sem svo að samfélagið þurfi að hafa vit fyrir því. Af hverju skyldum við vilja hafa vit fyrir þessu fólki? Jú vegna þess að þetta fólk á börn sem líða hvað mest þegar fjölskyldan er hætt að sjá fram úr greiðsluerfiðleikunum og örbirgð blasir við því. Fjárhagserfiðleikum fylgja önnur vandamál; samskiptavandamál, vonleysi og þunglyndi sem oft leiðir til sambúðarslita og skilnaðar. Hvort sem fjölskyldan heldur saman eða sundrast hverfa skuldirnar ekki. Vítahringur greiðsluerfiðleika varir oft ævilangt.
Ef lög um skuldaaðlögun verður til þessa að lánadrottnar taki meiri ábyrgð og að lántakandi verði líka að hugsa sinn gang áður en hann skuldsetur sig í botn þá er ég meðfylgjandi slíkum lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kvitta fyrir þetta allt.  Ófyrirleitni bankanna er ótrúleg.  T.d. þessar rukkanir fyrir að rukka okkur, sem heita seðilgjöld, sem eru innheimt af netfærslum meira að segja án þess að seðill sé í umferð.  Svo lokka þeir fermingarbörnin til sín með 2000 kr peningagjöf til að þau fái sér kort, sem þeir taka síðan yfir 100 kr á færslu af. Þannig ná þeir að stela fermingarpeningum barnanna líka.  Það þarf að gera alsherjar útekt á siðferði og gjaldskrám bankanna og ekki síst með tilliti til samráðs í gjaldlagningu. Hún er til staðar en falin með því að þeir eru á víxl hærri innbyrðis í ólíkum gjaldflokkum.  

Nýkynnt standpína Glitnis er svo fingurinn, sem þeir gefa okkur smælingunum og við klöppum fyrir því. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2007 kl. 15:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband